• Orðrómur

Fjölskylda Johns Snorra þakkar hlýhug þjóðarinnar – Var líklega á niðurleið þegar lést

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Fjölskylda John Snorra Sigurjónssonar þakkar íslensku þjóðinni allan þann hlýhug, stuðning og umhyggju sem hún hefur sýnt þeim á síðustu mánuðum. Þeir hafa vitanlega verið fjölskyldunni mjög erfiðir eftir að hann lést á tindi K2 í Pakistan í febrúar.

Leit pakistanska hersins að John Snorra og tveimur félögum hans stóð yfir í tæpar tvær vikur við afar erfiðar aðstæður á hinu mannskæða fjalli K2. Félagarnir þrír lögðu upp í lokaáfangann á tindinn á fimmtudagskvöld 4. febrúar og er jafnvel líklega að þeir hafi náð á tindinn en lent í ógöngum á niðurleið. Frá því snemma daginn eftir spurðist ekkert til þeirra og leit bar engan árangur.

Sjá einnig: „Í hjarta mínu kemur hann til baka“ – Lína eiginkona John Snorra gefst ekki upp:

- Auglýsing -

„Það er alfarið á hendi pakistanskra yfirvalda að ákveða hvort reynt verður að ná líkömum þeirra niður af fjallinu, en aðstæður á K2 eru mjög erfiðar. Það er mikilvægt að öryggi þeirra aðila sem tækju þátt í slíkum aðgerðum verði tryggt ef tekin verður ákvörðun um að flytja þá niður í grunnbúðir,“ segir fjölskyldan.

Sjá einnig: „Í huganum sé ég sjálfan mig á tindinum og legg þess vegna óhræddur af stað“

Líkin þrjú eru staðsett fyrir ofan hinn svokallaða flöskuháls og eru aðstæður þar afar erfiðar. Miðað við aðstæður eru vísbendingar um að þremenningarnir hafi verið á leið niður af toppi fjallsins þegar þeir létust. Fjölskylda John Snorra bíður frekari tíðinda.

- Auglýsing -

„Persónulegir munir, myndavélar og annar tækjabúnaður sem þeir höfðu meðferðis mun líklega varpa betra ljósi á það sem gerðist þennan afdrifaríka dag og m.a. svara þeirri spurningu hvort þeir hafi náð toppnum á K2.“

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -