2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Fjölskyldan getur tengst í gegnum list

Listakonan Ásdís Sif Gunnarsdóttir kennir grunnþætti vídeógerðar í tengslum við sýninguna Ó, hve hljótt í Gerðarsafni í Kópavogi á laugardaginn. Frítt er á námskeiðið.

„Svona námskeið er gæðastund með fjölskyldu og vinum í safnaumhverfi og góð leið fyrir fjölskylduna til að tengjast listasýningum sem eru í gangi í safninu,“ segir Ásdís sem hefur unnið mikið með videólist. „Námskeiðið er eins og lítil innsýn inn í listformið eins og videólistasýninguna sem nú er í gangi í safninu.“

Í upphafi smiðjunnar eru nokkur videóverk skoðuð og út frá þeim unnin verkefni sem allir geta spreytt sig á. Einnig verður notast við texta og teikningar og búast má við skemmtilegu ferli.

„Við hvetjum gesti sem að eiga spjaldtölvu að koma með hana með sér en nokkrar spjaldtölvur verða á staðnum sem hægt verður að fá lánaða.“

Fjölskyldustundir á laugardögum eru í boði Menningarhúsanna í Kópavogi sem eru Bókasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa, Salurinn og Héraðsskjalasafn. Smiðjan er opin öllum og er þátttaka gestum að kostnaðarlausu. Nánar má lesa um námskeiðið hér.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is