Fimmtudagur 28. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Fjölskylduhjálpin rasskelld: „Búin að gráta úr mér augun og langar ekki til að líða svona lengur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skjólstæðingur Fjölskylduhjálpar Íslands segist hafa grátið úr sér augun eftir að hafa upplifað niðurlægjandi framkomu í sinn garð hjá hjálparsamtökunum. Það sé nógu erfitt að biðja um mataraðstoðina svo ekki þurfi að fá yfir sig skammir og fúkyrði frá starfsmönnum samtakanna.

Viðkomandi vill ekki koma fram undir nafni stöðu sinnar vegna og sendi því inn nafnlaust innlegg á stjórnendur hins fjölmenna hóps Mæðratips! á Facebook. „Er einhver hér sem hefur fengið leiðindaframkomu hjá Fjölskylduhjálp Íslands? Ég fékk aðstoð þar fyrir ekki löngu síðan og það var ekki einu sinni ein einasta máltíð í pokanum. Bara kex, snakk og eitthvað útrunnið sem ég þorði ekki einu sinni að smakka á né gefa börnunum mínum. Verst var að það var hreytt í mig ónotum þegar ég fór aftur og spurði hvort að það væri ekki örugglega eitthvað sem væri maður í þeirra úthlutun,“ segir skjólstæðingurinn og bætir við:

„Það er alls ekki auðvelt að þurfa að fara og biðja um mataraðstoð, það er niðurlægjandi og ég þarf ekki á þessum leiðindum að halda. Ég er búin að gráta úr mér augun og langar ekki til að líða svona lengur. Mig vantar að vita hvort þetta er bara mín upplifun að það se talað óþarflega mikið niður til fólks þarna og gert líitið úr manni.“

„Af því þetta voru ekki Íslendingar fannst henni í lagi að gera þetta og ég hef orðið vitni af samtölum þarna um að það eigi að setja meira í pokanna hjá Íslendingum.“

Stjórn samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi gagnrýnir harðlega hinu meintu mismunum Fjölskylduhjálparinnar gagnvart konum af erlendum uppruna. Reynist svo vera hvetja samtökin Reykjavíkurborg til að framkvæmda gagnsæa rannsókn á starfsemi Fjölskylduhjálparinnar og afturkalla mögulega fjárstyrki þangað. „Sem samtök með það að markmiði að vinna að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna af erlendum uppruna á öllum sviðum þjóðlífsins, erum við mjög vonsvikin að heyra að Fjölskyldahjálp hafi aftur komið fram í fréttum fyrir meinta mismunun gagnvart útlendingum,“ segir í tilkynningu frá stjórninni og þar er bætt við:

„Með það í huga að þessar nýjustu fréttir séu byggðar á ásökunum, sumar þeirra frá einstaklingum sem ekki vildu tjá sig undir eigin nafni, teljum við engu að síður að skyldan felist í stjórnun Fjölskyldahjálpar til að sýna fram á, án vafa, að allir sem leita til þeirra vegna aðstoð séu meðhöndlaðir jafnt, óháð þjóðerni, trú, kyni eða kynþætti.“

Þessi rímar nokkuð við fréttaflutning Vísis þar sem fyrrverandi sjálfboðaliði Fjölskylduhjálparinnar, Gyða Dröfn Hannesdóttir, sagðist hafa hætt hjá samtökunum eftir að hún upplifði mismunum á grundvelli trúarbragða við úthlutun. Nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar saka formanninn, Ásgerði Jónu Flosasdóttur, um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér þar sem hún öskri á starfsfólkið hlýði það ekki fyrirmælum.

- Auglýsing -
Ásgerður Jóna Flosadóttir

„Ég var að vinna þarna þegar ég heyrði formanninn segja. „Ekki setja svona mikinn mat í pokanna hjá konunum með slæðurnar.“ Þetta er svo mikill dónaskapur, þarna var verið að gera upp á milli fólks. Af því þetta voru ekki Íslendingar fannst henni í lagi að gera þetta og ég hef orðið vitni af samtölum þarna um að það eigi að setja meira í pokanna hjá Íslendingum,“ sagði Gyða.

Við vinnslu fréttarinnar voru gerðar tilraunir til að ná í Ásgerði en án árangurs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -