2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Fjórir af fimmtán hæstu útsvarsgreiðendum í Garðabæ búa beinlínis hlið við hlið

Fjórir af fimmtán þeirra sem hæstar útsvarsgreiðslur greiða í Garðabæ búa beinlínis hliðin á hvor öðrum samkvæmt athugun Stundarinnar. Þá búa tíu þeirra í sama hverfinu. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstýra Stundarinnar, gerir aukna stéttaskiptingu á Íslandi og hraða samþjöppun auðs að umfjöllunarefni í nýjum leiðara Stundarinnar.

Hún bendir á að Íslensk yfirsétt sé einsleit með eindæmum. „Í rannsókn á elítu Íslands kom í ljós að fólk sem tilheyrir elítunni er líklegra til að bía á sama svæði. Í Garðabæ og á Seltjarnarnesi búa 2,5 sinnum fleiri úr viðskipta- og atvinnuelítunni en annars staðar, þeirra á meðal framkvæmdastjórar stærstu fyrirtækja landsins,“ segir í leiðara Stundarinnar. Ingibjörg bendir á að búseta myndi innbyrðis tengsl „sem viðhalda elítunni, meðlimir í framkvæmdastjórnum fyrirtækja er líklegri til að velja nágranna sína með sér í stjórn. Eftir því sem menn eru virkari í stjórnmála- og íþróttastarfi aukast líkurnar á því að stjórnarmenn fyrirtækja komi úr sama póstnúmeri.“

Ingibjörg nefnir dæmi um tekjur ríkasta Íslendingsins sem kemur úr röðum útgerðarmanna. Sá aðili þénar slíkar tekjur að það tæki lækni með 1.5 milljón á mánuði 117 ár að þéna sömu upphæð. „Manneskja á lágmarkslaunum væri 576 ár að ná því.“

Þá gerir hún hagsmunabaráttu efstu laga samfélagsins að umfjöllunarefni í leiðaranum og nefnir þar meðal annars baráttu útgerðarmanna gegn sérstöku veiðigjaldi. Gjaldi sem hefur að markmiði að skila rentu vegna takmarkaðs aðgengis að auðlindum til samfélagsins í stað þess að skilja rentu eftir hjá útgerðinni sjálfri. „Veiðileyfagjaldi var harðlega mótmælt, enda fullyrtu hagsmunasamtök útgerðarmanna að þau myndi valda fjöldagjaldþoti í greininni. Sama ár skiluðu útgerðirnar methagnaði. Á fundi með íbúum í litlu sjávarplássi birti forstjóri útgerðarinnar mynd af börnum sínum og spurði hvað yrði um framtíð þeirra, ef veiðileyfagjöldum yrði komið á. Því var hótað að auknum álögum ríkisins yrði velt yfir á sjómennina sjálfa, sem áttu ekki aðeins að bera kostnaðinn heldur einnig mótmæla þessum áformum.“

Ritstýra Stundarinnar nefnir fleiri dæmi um hvernig efsta lag samfélagsins hefur komið sér hjá því að standa sína plikt og hvernig kerfið virðist beinlínis hannað til að aðrar reglur gildi um hópinn en aðra. „Fyrrverandi borgarfulltrúi viðurkenndi skattalagabrot en brot hans voru fyrnd. Hann var síðan dæmdur fyrir peningaþvætti,“ skrifar Ingibjörg. Þar á hún við málefni Júlíus Vífils Ingvarssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem faldi fé frá fjölskyldu sinni og skattyfirvöldum auk þess að þvætta féð og nota í eigin þágu. Júlíus var dæmdur fyrir peningaþvætti en fékk að halda fénu. Saksóknari gerði ekki kröfu um upptöku fársins þrátt fyrir að slíkt tíðkist. Þá nefnir hún dóma sem féllu vegna bankahrunsins og hvernig sömu aðlar og hlotið höfðu dóma gátu haldið viðskiptum með aflandsfélögum áfram innan veggja fangelsisins auk þess að fjárfestingaleið Seðlabankans stóð þeim til boða.

AUGLÝSING


„Einstaka sinnum fáum við innsýn í valdastrúktúr samfélagsins. Hvernig fámennir hópar beita áhrifum sínum eigin þágu en ekki samfélagsins. Við vitum að þeir sem fara með völd í íslensku samfélagi, hafa peninga og stöðu til, hafa tilhneigingu til að beta áhrifum sínum til að styrkja stöðu sína. Við vitum líka að það þjónar ekki endilega hagsmunum okkar sem samfélags að eftirláta þeim þetta vald.“

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is