Miðvikudagur 29. mars, 2023
5.8 C
Reykjavik

Fjórir enduðu á Bráðadeild í kjölfar rafskútuslysa

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Lögreglan fór í fjögur útköll vegna rafskútuslysa í gærkveldi og nótt.

Ung kona datt af rafmagnshlaupahjóli laust fyrir klukkan hálf tíu í gærkveldi. Hún kvað hjólið hafa brotnað þegar hún var á miklum hraða. Hún slasaðist á hné og var flutt með sjúkrabíl á Bráðadeild. Atvikið átti sér stað í Háaleitis- og Bústaðarhverfi.

Ungur maður datt á rafmagnshlaupahjóli í Laugardalnum og hlaut að öllum líkindum höfuðhögg. Manninum gekk illa að standa upp og var hann fluttur á Bráðadeild. Slysið átti sér stað klukkan hálf tólf í gærkveldi.

Þá voru tvö slys í miðborg Reykjavíkur, ótengd mál. Stúlka datt fram fyrir sig á rafmagnshlaupahjóli og meiddist hún á munni og höku. Móðir stúlkunnar fór með hana á bráðadeild. Í hinu tilvikinu datt maður og hlaut áverka á hné og kinn. Hann var fluttur á Bráðadeild. Atvikin áttu sér stað klukkan rúmlega tvö í nótt.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -