Miðvikudagur 4. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Flengdi forsetann og stundaði með honum óvarið kynlíf

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er fátt meira á milli tannanna á fólki í dag en viðtal við klámmyndastjörnuna Stormy Daniels, sem heitir réttu nafni Stephanie Clifford, í þættinum 60 Minutes, sem sýndur var í gærkvöldi vestan hafs. Stormy heldur því fram að hún hafi átt í sambandi við Donald Trump, Bandaríkjaforseta en hafi verið borgað fyrir að þegja um sambandið í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016.

Stormy segist hafa stundað kynlíf með Donald eftir að þau kynntust á golfmóti árið 2006, stuttu eftir að eiginkona forsetans, Melania Trump, fæddi son þeirra Barron.

Michael Cohen, lögfræðingur Trumps, borgaði Stormy 130 þúsund dollara, tæplega þrettán milljónir króna, fyrir að þaga um sambandið fyrir forsetakosningarnar. Skrifaði Stormy undir samning þar sem hún hét því að tala ekki við neinn um sambandið. Nú stendur hún hins vegar í dómsmáli vegna þessa samnings vegna þess að hún heldur því fram að Trump hafi ekki skrifað undir hann. Enn fremur hefur hún boðist til þess að skila þessum tæpu þrettán milljónum.

Talsmenn Hvíta hússins í Washington hafa staðfastlega neitað því að þau Stormy og Trump hafi átt í sambandi, en fyrr í þessum mánuði skiluðu lögfræðingar Trumps inn réttargögnum þar sem þeir fóru fram á að minnsta kosti tuttugu milljónir dollara í skaðabætur frá Stormy vegna brota á fyrrnefndum samningi.

Stormy spjallaði við Anderson Cooper í 60 Minutes í gær.

Viðtalið í gærkvöldi við Stormy var um margt áhugavert og kom ýmislegt fram sem ekki hefur komið fram á. Hér á eftir förum við yfir það helsta sem Stormy ljóstraði upp í viðtali við Anderson Cooper í 60 Minutes.

Hótað með dóttur sína í fanginu

Stormy segir að maður hafi komið til sín og hótað sér ofbeldi þegar hún var með dóttur sinni í Las Vegas árið 2011.

- Auglýsing -

„Ég var á bílastæði að fara í ræktina með dóttur mína, sem var ungbarn. Ég var að taka allt úr bílnum eins og bílstólinn, bleyjutösku og allt það. Og maður gekk upp að mér og sagði: Láttu Trump í friði. Gleymdu sögunni. Og síðan horfði hann á dóttur mína og sagði: Þetta er falleg, lítil stúlka. Það væri synd ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar. Og síðan fór hann,” sagði Stormy í viðtalinu.

Dóttir klámmyndastjörnunnar er sjö ára í dag en Stormy tilkynnti atvikið ekki til lögreglu vegna þess að hún var hrædd.

„Ég man að ég fór í ræktina og hendurnar mínar skulfu svo mikið. Ég var hrædd um að missa dóttur mína,” bætti hún við.

- Auglýsing -

Á þessum tíma hafði Stormy samþykkt að segja sögu sína í tímaritinu In Touch fyrir fimmtán þúsund dollara. Í 60 Minutes kom fram að ekkert hefði orðið af viðtalinu vegna þess að Michael Cohen, lögfræðingur Trump hafi hótað að kæra tímaritið.

Trump sagði Stormy að hún minnti hann á dóttur sína

Stormy segist hafa hitt Trump fyrst á golfmóti stjarnanna í Lake Tahoe í júlí árið 2006.

„Hann sagði: Vá, þú, þú ert sérstök. Þú minnir mig á dóttur mína. Hann sagði: Þú ert gáfuð og falleg og einhver sem máli skiptir, og mér líkar við þig. Mér líkar við þig,” sagði Stormy við 60 Minutes, en eins og áður hefur komið fram eru Trump og dóttir hans, Ivanka, mjög náin.

Enginn smokkur, takk

Stormy sagði í viðtalinu að þau Trump hefðu rætt samband hans við eiginkonu sína, Melaniu, en að forsetinn hafi sagt þau sofa í sitthvoru herberginu. Þá sagðist hafa flengt forsetann með tímariti þar sem hann var á forsíðunni. Síðan hafi hún afsakað sig og farið á salernið. Þegar hún kom út af baðherberginu hafi hitnað í kolum.

„Ég fattaði hvað ég var búin að koma mér í. Og ég hugsaði: Æi, núna kemur það. Og mér fannst, kannski, að ég hefði átt þetta skilið því ég tók slæma ákvörðun að fara uppá hótelherbergi ein með einhverjum og ég heyrði bara rödd í höfðinu á mér sem sagði: Jæja, þú komst þér í slæma aðstöðu og slæmir hlutir gerast, þannig að þú átt þetta skilið,” sagði Stormy og bætti við að þau Trump hefðu stundað kynlíf án þess að nota verjur.

„Hann sagði að þetta hefði verið frábært. Hann átti frábært kvöld og þetta var ekkert eins og hann átti von á. Að ég hefði komið honum á óvart og að margir hlytu að vanmeta mig og að hann vonaði að ég myndi vilja hitta hann aftur,” sagði hún. Hún var 27 ára og hann sextugur á þessum tíma.

Trump bað hana ekki um að þegja

„Þetta var ekki leyndarmál,” sagði Stormy og hélt áfram.

„Hann bað mig aldrei um að þaga og hringdi oft í mig þegar ég var í margmenni og þá sagði ég: Guð minn góður, hann er að hringja. Og þá sagði fólk: Þegiðu, Donald-inn? Og ég setti hann á hátalara og hann vildi vita hvað ég var að gera og hvort við gætum hist aftur.”

Hún sagði að Trump hafi spurt hana hvort hún vildi vera keppandi í sjónvarpsþættinum Celebrity Apprentice en að hana hafi grunað að það væri til að halda henni heitri, með von um frekara ástarsamband þeirra á milli.

Hún segist hafa hitt Trump aftur í júlí árið 2007, ári eftir þeirra fyrstu kynni. Þá bauð hann henni á hótelherbergi sitt í Los Angeles til að tala um Celebrity Apprentice. Stormy sagði að hann hafi viljað sofa hjá henni aftur en að hún hafi neitað. Hún sagði að þau hafi aldrei hist aftur og að hún hafi ekki fengið hlutverk í sjónvarpsþættinum.

Óttaðist um öryggi sitt

Stormy segist hafa skrifað undir samninginn fyrir forsetakosningarnar til að vernda dóttur sína. Hún vildi ekki að hún myndi sjá eða lesa eitthvað um sambandið.

„Ég trúi, án efa, í hjarta mínu, og sumir segja að ég sé ekki með svoleiðis en hvað með það, að ég hafi verið að gera hið rétta. Ég afþakkaði stórar peningaupphæðir oft því ég vildi í fyrsta lagi ekki vera stelpan sem segði frá og vera kölluð öllu því sem ég er kölluð núna. Og ég vildi ekki eyðileggja löglegan og góðan feril sem ég hafði unnið svo hart að. Og sem mikilvægara er, ég vildi ekki að fjölskylda mín og barn þyrftu að þola það sem ég þarf að þola núna. Allt sem ég var hrædd um er komið uppá yfirborðið og veistu hvað? Ég á ekki milljón dollara,” sagði Stormy í viðtalinu.

„Hann veit að ég er að segja satt.”

Anderson Cooper spurði Stormy hvort hún ætti eitthvað af skilaboðum, myndböndum eða tölvupóstum frá Donald Trump.

„Lögfræðingur minn mælti með að ég myndi ekki ræða þessa hluti,” sagði Stormy og gaf það til kynna að svo væri. Þegar hún var spurð hvað hún héldi að forsetanum þætti um þetta viðtal hennar sagði hún einfaldlega:

„Hann veit að ég er að segja satt.”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -