2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Flest þungunarrof á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu

Embætti landlæknis hefur gefið út tölur um fóstureyðingar, eða þungunarrof, sem framkvæmdar voru í fyrra á Íslandi. Alls voru 1044 fóstureyðingar framkvæmdar á landinu, eða 13,1 fóstureyðing á hverjar þúsund konur á frjósemisaldrinum 15 til 49 ára. Er þetta annað árið í röð sem árlegur heildarfjöldi aðgerða fer yfir þúsund.

Hér fyrir neðan má sjá heildarfjölda þungunarrofa eftir árum:

Árið 2010 – 978
Árið 2011 – 970
Árið 2012 – 980
Árið 2013 – 966
Árið 2014 – 955
Árið 2015 – 926
Árið 2016 – 1021
Árið 2017 – 1044

Ef Ísland er borið saman við hin Norðurlöndin kemur í ljós að við erum nálægt hinu norrænu meðaltali. Árið 2015 voru 13,3 fóstureyðingar á hverjar þúsund konur á frjósemisaldri framkvæmdar á Norðurlöndunum öllum, fæstar í Finnlandi, eða 8,2 á hverjar þúsund konur, og flestar í Svíþjóð, eða 17,6 á hverjar þúsund konur.

Tíðni fóstureyðinga miðað við þúsund konur í hverjum aldurshópi.

AUGLÝSING


Flestar konur sem létu rjúfa þungun sína á síðasta ári voru í aldurshópunum 20 til 24 ára og 25 til 29, eða tæplega 53% allra framkvæmdra aðgerða. 12,4 stúlkur af hverjum þúsund á aldrinum 15 til 19 ára fóru í fóstureyðingu, sem er svipaður fjöldi og árið 2016.

Í töluefni landlæknis kemur einnig fram að tíðni aðgerða er mismunandi eftir búsetu. Þannig eru flestar fóstureyðingar framkvæmdar hjá konum á Suðurnesjum, eða 14,6 á hverjar þúsund konur, og á höfuðborgarsvæðinu, eða 14,2 á hverjar þúsund konar. Fæstar aðgerðir voru á konum á Vesturlandi, eða 6,7 á hverjar þúsund konur.

95% kvenna sem gengust undir þungunarrof í fyrra voru gengnar tólf vikur eða skemur. 3,5% aðgerða fór fram eftir 13 til 16 vikna meðgöngu og 1% eftir lengi meðgöngu en 16 vikur.

Fóstureyðingar eftir heilbrigðisumdæmum miðað við þúsund konur á frjósemisaldrinum 15 til 49 ára.

Lestu meira

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is