• Orðrómur

Flest ummæli Aldísar Schram um barnagirnd Jóns Baldvins dæmd í lagi

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Dómur var að falla í máli fyrrverandi utanríkisráðherrans og sendiherrans Jóns Baldvins gegn dóttur sinni Aldísi Schram og fjölmiðlamanninum Sigmari Guðmundssyni.

Úr dómssal. Mannlíf var á staðnum, en á myndinni má sjá Aldísi Schram ásamt verjanda sínum, Gunnari Inga Jóhannssyni

Tvenn af tíu ummælum Aldísar Schram um barnagirnd föður síns voru dæmd ómerk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Annað hafði fallið í morgunútvarpi Rásar 2 og hitt á Facebook síðu Aldísar.
Sigmar var sýknaður í málinu.
Dómurinn verður birtur í heild sinni eftir helgi.
Jón Baldvin var hvergi að sjá, en bæði Aldís og Sigmar voru mætt í dómssal til að heyra uppkvaðningu dómsins.

- Auglýsing -

Ummælin tíu voru eftirfarandi:

1. … hann fær mig undir fölsku yfirskini til að heimsækja afa minn … mér var haldið inni þarna í mánuð sem sagt ólöglega.“

2. … já Fimm sinnum á næstu 10 árum kastast í kekki milli mín og Jóns Baldvins Hannibalssonar og því lyktaði ávalt með því að (sic) sigaði á mig lögreglu sem handtók mig, hann var náttúrlega utanríkisráðherra …

- Auglýsing -

3. Hann gat bara þaðan í frá, þáverandi utanríkisráðherra og síðar sendiherra, virðist vera að hringja bara í lögreglu og þá var ég þar með handtekin, umsvifalaust í járnum, farið með mig upp á geðdeild …

4. … hann er þá líka að misnota lítil börn.

5. … ég neita að skilja þau eftir í umsjón karls sem káfar á litlum stúlkubörnum.

- Auglýsing -

6. Og sem sagt 10 mínútum eftir að ég kæri Jón Baldvin þá hringir dyrabjallan. Þar ruddust þarna inn tveir lögreglumenn ef ekki þrír og ég, þegar ég sé það þá reyni ég að loka en auðvitað tókst mér það ekki, þeir ryðjast þá þar með inn og þeir svara mér engu, ryðjast inn í stofu þar sem dóttir mín 5 ára gömul er að lesa og þegar barnið er tekið frá mér þá verð ég æf.

7. … það er faðir minn sem stendur fyrir því að hér eigi að loka mig inni.

8. Fíkn, auðvitað er barnagirnd fíkn, þetta er fíkn.

9. … nauðungarvistun án dóms og laga er þá ólögmæt frelsissvipting… Facebook, 5. febrúar 2019, höfundur stefnda Aldís.

10. … og sigra hann og hans barnaníðingabandalag.

Ummæli númer átta og tíu voru felld niður, önnur ekki.

Sjá einnig: „Átök fyrir Héraðsdómi: Jón Baldvin óttast Metoo-vitni Aldísar“

Jón Baldvin sagðist hafa höfðað mál gegn fyrrgreindum aðilum til varnar æru sinni.
Málið varðar viðtal sem Aldís var í hjá Sigmari og Helga Seljan í Morgunútvarpi Rásar 2, þann 17. janúar 2019.
Í viðtalinu létu Aldís og Sigmar ummæli falla sem Jón Baldvin var ósáttur með og vildi láta dæmd dauð og ómerk.

Í stefnunni voru tiltekin á annan tug ummæla Aldísar og fern ummæli Sigmars. Þar sagði einnig að Aldís hefði sakað föður sinn með ummælum sínum „um margs konar hegningarlagabrot s.s. sifjaspell, kynferðisbrot gegn börnum, barnaníð, ólögmæta nauðungarvistun á geðdeild, frelsissviptingu og ýmsa aðra refsiverða og siðferðislega ámælisverða háttsemi.“

Sjá einnig: Þú verður næstur segir Jón Baldvin: „Ætlum við virkilega að láta þetta yfir okkur ganga?“ 

Í viðtalinu sagði Aldís meðal annars að Jón Baldvin hefði misnotað stöðu sína sem sendiherra í Bandaríkjunum til persónulegra erinda. Hann hafi fengið lögreglu til að brjóta sér leið inn á heimili sitt án þess að nokkuð hafi bent til þess að þörf væri á slíkum aðgerðum.

Samkvæmt gögnum, sendi Jón Baldvin fjórum sinnum beiðnir um nauðungarvistun með faxi frá sendiráðinu. Í gögnum lögreglunnar kemur fram að í eitt skipti hafi beiðnin verið merkt sem „aðstoð við erlend sendiráð.“

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -