Miðvikudagur 27. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Flokkarnir auglýsa sig með peningi Landspítalans: „Sturlun að veita slíkum fyrirbærum atkvæði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Rikissjóður er rekinn með miklu tapi, Landsspítalinn hefur fengið fyrirmæli um milljarða sparnað. Á sama tíma eru stjórnmálaflokkarnir farnir að græða og gróðinn er tekinn úr ríkissjóði. Það er auðvitað einföldun, en líta má svo á að millifærðar hafi verið 800 milljónir frá spítalanum til flokkanna, því það er fjárhæðin sem þeir drógu sér. Þetta lítur ekki vel út. Getur spítalinn ekki hjálpað þessum 63 sjúklingum sem þessu stjórna?“

Þetta skrifar Ragnar Önundarson, fyrrverandi bankastjóri, á Facebook en ljóst er að hann er ekki einn með þessa skoðun. Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og sósíalisti, er á sama máli. Báðir vísa til þess að niðurskurðarkrafa ríkisstjórnarinnar gagnvart Landspítalanum er næstum sama upphæð og ríkissjóður gaf stjórnmálaflokkunum sem sitja á Alþingi.

Peningurinn virðist svo nýttur til að auglýsa eigin ágæti. Ragnar segir flokkana eyða fé í tímaskekkjur meðan heilbrigðiskerfið sveltir. „Flokkarnir fara offari í auglýsingakostnaði og fasteignarekstri. Hvort tveggja er úrelt á tímum samfélagsmiðla og fjarfunda,“ segir Ragnar á sinni síðu.

Gunnar Smári skrifar svo í morgun innan Facebook-hóps Sósíalistaflokksins: „Miðað við auglýsingar stjórnmálaflokkanna hér á Facebook eru þeir að taka sér heldur mikið fé úr ríkissjóði. Á mínu Facebook eru þeir meira áberandi en verslanir að selja jólagjafir og framleiðendur að selja jólamat. Þetta er ekki alveg normal, að þau sem fá umboð til að fara með almannafé noti það til að auglýsa sjálfan sig fram fyrir jesúbarnið, jólabækurnar og malt og appelsín“

Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður á Vísi, tekur undir og segir landsmenn verða að sýna að þeim mislíki þetta. „Þeir stjórnmálaflokkar sem nota það fé sem þeir fá frá almenningi til auglýsinga á samfélagsmiðlum eru fávísir, firrtir og gerilsneyddir samfélagslegri ábyrgð. Það væri sturlun að veita slíkum fyrirbærum atkvæði sitt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -