Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Flóran Garden Bistro: „Þetta er einfaldlega töfrandi staður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Veitingastaðurinn Flóran Garden Bistro í Grasagarði Reykjavíkur var opnaður fyrir 25 árum.

„Þetta var hugmynd sem kom frá garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar, Jóhanni Pálssyni, en honum fannst vanta kaffihús í Grasagarðinn eins og oft má finna í sambærilegum görðum erlendis og var leitað til mín,“ segir Marentza Poulsen. „Mér fannst þetta spennandi og fannst þetta vera eitthvað sem ég gæti gert svona sem hliðarstarf, af því að ég var á þessum tíma að vinna töluvert fyrir Gestgjafann. En áður en þessu fyrsta sumri lauk hafði ég þurft að ráða til mín starfsmann og var nokkuð ljóst að fólk kunni vel að meta þessa starfsemi. Flóran hafði mikil og góð áhrif á mannlífið í garðinum og í dag er þetta afar vinsælt kaffihús.“ Flóran er opin út maímánuð frá kl. 10-18 en frá 1. júní og fram á haust verður opið til kl 21.

Marentza Poulsen

„Við erum fyrst og fremst undir skandinavískum áhrifum þar sem ég er fædd og uppalin í Færeyjum og lærði mitt fag í Danmörku. Þá erum við einnig með heilmikla matjurtaræktun og leggjum áherslu á einfaldan og hreinan mat þar sem gott hráefni er lykilatriði.

Marentza Poulsen

Við höfum í gegnum tíðina ræktað töluvert af okkar eigin grænmeti, kryddjurtum og ætiblómum. Þetta er auðvitað svolítið misjafnt milli ára, fer eftir tíðarfari og öðrum aðstæðum, en mér hefur þótt þetta mikilvægur þáttur í starfinu og verið mér mjög lærdómsríkt. Í Grasagarðinum starfar fært fagfólk sem hefur stutt mig vel og ég hef getað leitað til og lært mikið af. Það er ég afar þakklát fyrir.“

- Auglýsing -

Marentza Poulsen

Marentza segir að það hafi verið markmið hennar að skapa vin í borginni, róandi og gefandi umhverfi sem heldur vel utan um fólkið og lætur því líða vel. „Þá er mikilvægt að maturinn og umhverfið spili vel saman svo úr verði stemming sem fólk upplifir á jákvæðan og gefandi hátt. Þetta virðist hafa virkað því staðurinn hefur vaxið jafnt og þétt þessi 25 ár sem eru liðin frá því að ég opnaði Flóruna fyrst. Fólk kemur aftur og aftur og það er einstaklega gefandi að finna það á hverju vori, að fólk hefur verið að bíða eftir því að við opnum. Það er mjög ánægjulegt.“

Marentza Poulsen

- Auglýsing -

Garðskálinn, þar sem Flóran er staðsett, er fyrst og fremst plöntusafn og segir Marentza að það séu mikil forréttindi að fá að reka veitingastað í þess háttar umhverfi. „Ég er fyrst og fremst að þjónusta Grasagarðinn; gróðurinn og velferð hans eru í fyrirrúmi, en á sama tíma hefur gróðurinn einstök áhrif á fólkið sem nýtur þess að ganga um garðinn og koma við í Flórunni. Þetta er mikill sælureitur. Mér finnst einstök tilfinning að mæta á morgnana í kyrrðinni, staldra við og hlusta á fuglasönginn. Það er engu líkt. Í góðu veðri kjósa margir að sitja úti, en útisvæði Flórunnar er mjög gott og fallegt, en það er mikið skjól og veðursæld í garðinum.  Ég hlakka til á hverju vori að opna Flóruna þrátt fyrir að ég sé oft orðin ansi lúin á haustin eftir mikla törn. Fjölbreytileikinn í gróðrinum, ilmurinn í loftinu í bland við góða matarupplifun: Þetta er einfaldlega töfrandi staður.“

Marentza Poulsen

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -