Fimmtudagur 11. ágúst, 2022
10.8 C
Reykjavik

Flótti fréttamanna úr Kveik – Lykilmenn úr Samherjamáli hættir – Stuðningur RÚV takmarkaður

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Flótti fréttamanna úr Kveik, fréttaskýringaþætti Ríkisútvarpsins, blasir við. Þeir Aðalsteinn Kjartansson, Helgi Seljan og Stefán Drengsson hafa borið hitann og þungann af Samherjamálinu og fleiri uppljóstrunum sem hafa vakið þjóðina til umhugsunar um þá spillingu sem viðgengst í samfélaginu. Nú eru tveir af þessum þremur hættir störfum hjá RÚV. Aðalsteinn hefur ráðið sig á Stundina og Stefán er ráðinn hjá fyrirtækjasamstæðu Róberts Wessman. Óljóst er hvort Helgi Seljan heldur áfram en árásir Samherja hafa beinst að honum, öðrum fremur.

Samkvæmt heimildum Mannlífs er ástæða brotthvarfs lykilmanna Kveiks sú að þeim þykir skorta á stuðning innan RÚV. Nefnt er að myndefni sem Samherji hefur notað í áróðusrmyndbönd sín er að miklu leyti fengið frá RÚV og til þess fallið og beint gegn Helga og félögum hans. Stofnunin hefur ekki gert athugasemdir við misnotkun þess. Þá þykja viðbrögð yfirstjórnar RÚV við umdeildum siðanefndardómi yfir Helga vera lítil og ekki fela í sér stuðning við Helga, samkvæmt heimildum Mannlífs. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri er sagður vera linur í málinu og forðast að veita Kveiksmönnum opinberlega þann stuðning sem þeir telja nauðsynlegan. Þetta er helst rakið til ótta hans við Samherja og þau gríðarlegu völd sem útgerðarrisinn hefur í samfélaginu.

„Hafðu samband við ritstjóra Kveiks“

Mannlíf náði tali af Stefán útvarpsstjóra í morgun. Aðspurður um flóttann og ástæður hans vísaði Stefán öllum fyrirspurnum varðandi þáttinn til Þóru Arnórsdóttur, ritstjóra Kveiks.

„Hafðu samband við ritstjóra Kveiks,“ endurtók hann og lauk samtalinu. Ekki náðist í Þóru við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Helgi Seljan vildi ekki tjá sig um málið, að svo stöddu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -