Föstudagur 23. september, 2022
10.1 C
Reykjavik

Flúði á nærbuxunum með óttasleginn son á Seyðisfirði: „Ég sá fullt af húsum bara detta niður“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Brimir Christophsson Büchel, sem er aðeins 11 ára, tókst ásamt föður sínum að forða sér á hlaupum á síðustu stundu. Hús þeira feðga stendur rétt fyrir ofan bryggjuna. Faðir hans var aðeins klæddur nærbuxunum og bol en Brimir í buxum og bol. Það gafst enginn tími til að klæðast skjólbetri flíkum. Þannig til fara lögðu þeir á flótta, rétt áður en skriðan skall á húsinu.

Brimir sagði frá þessu erfiða augnabliki í kvöldfréttum RÚV.

Brimir sagði það mikla mildi að skriðan stöðvaðist aðeins nokkrum metrum frá þeim. Feðgarnir höfðu freistað þess að leita skjóls á bryggjunni. Töldu þeir miklar líkur á að skriðan næði á endanum til þeirra. Þá væri aðeins einn möguleiki í stöðunni, stinga sér til sunds í ísköldum sjónum.

„Hann var á skrifstofunni sinni að vinna í tölvunni og svo heyrði hann rosalega hátt hljóð og hann heyrði að það væri skriða. Þannig að hann tók mig og bara hljóp og fór niður og beint á bryggjuna og ætlaði að hoppa út í með mér,“ sagði Brimir í kvöldfréttum. Þeir óttuðust að húsið myndi falla yfir þá og eina undankomuleiðin væri ískalt hafið.

Brimir segir föður sinn hafa tekið hann í fangið og svo hlaupið af stað. Í skriðunni kom pilturinn auga á mold, nagla og bílhurð. Brimir sagði:

„Og við fórum í skjól og svo var mamma að leita að okkur. Það var mikið áfall.“ Þá bætti Brimir við:

- Auglýsing -

„ … ég var rosalega hræddur […] Ég sá fullt af húsum bara detta niður,“ sagði Brimir en viðtalið má horfa á í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -