• Orðrómur

„Flugfreyjur eru ekki skvísur með há laun sem eru alltaf í útlöndum að versla“

Helgarviðtalið

Orðrómur

- Auglýsing -

Flestar flugfreyjur hér á landi telja að ímynd starfs þeirra sé alls ekki í samræmi við raunveruleikann. Þær þurfi ítrekað að takast á við grófa kynferðislega áreitni, ofþreytu og virðingarleysi gagnvart starfinu.

„Flugfélögin eru oft fáránleg þegar þau koma fram í fréttum um laun flugfreyja.“

Árið 2017 lauk Andrea Eyland námi frá Háskólanum á Bifröst og í MA-ritgerð sinni ræddi hún við átta íslenskar flugfreyjur um ímyndina og dýrðarljóman sem starfinu virðist fylgja. Viðmælendurnir höfðu ýmist starfað hjá Icelandair eða WOW air og var lengsti starfsaldurinn í hópnum 10 ár. „Ég var sjálf að vinna sem flugfreyja hjá WOW þegar það byrjaði og svo nokkrum árum seinna hjá Icelandair. Mér fannst ég alltaf svo þurrausin eftir flug og skildi varla af hverju, af því ég elskaði að fljúga og fannst vinnan svo skemmtileg. Þetta var meira en þreyta vegna þeysings um ganginn og ég vildi vita hvað tók svona mikið af mér,“ sagði Andrea í samtali við DV.

Í samtölum Andreu við flugfreyjurnar kemur fram að sumar þeirra hafi tilkynnt sig frá vinnu vegna ofþreytu. Þeir segjast raunverulega sjaldnast vera í fríi þar sem frídagarnir nýtast í hvíld eftir flug og fyrir það næsta. Flugfélögin geri ríka kröfum um að flugfreyjurnar séu ávallt úthvíldar, ferskar og fínar. „Það gleymist að taka inn í myndina þreytuna. Þessa endalausu þreytu. Ímyndin er af skvísu með há laun sem er alltaf í útlöndum að versla. Það er ekkert glæsilegt að þrífa upp ælu eftir veikan farþega eða standa undir öskrum frá reiðum farþega,“ sagði einn viðmælandi Andreu í ritgerðinni.

- Auglýsing -

Líkt og Mannlíf hefur greint frá standa flugfreyjur í harðri kjarabaráttu við Icelandair sem reynir að rétta skútuna af og tryggja rekstur flugfélagisins. Félagið stefnir að hlutafjárútboði dagana 29. júní til 2. júlí og mun reyna að loka samningum við flugfreyjur félagsins fyrir þann tíma. Andrea segir umræðuna oft á tíðum á villigötum. „Flugfélögin eru oft fáránleg þegar þau koma fram í fréttum um laun flugfreyja. Þetta fólk eyðir helmingi mánaðar burtu frá fjölskyldum sínum og þegar flugfreyjur eru ekki í vinnunni eru þær þreyttar eftir flugið eða að hvíla sig fyrir næsta flug.“

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki á Guðlaugu Líney Jóhannsdóttur, formann Flugfreyjufélags Íslands, við vinnslu fréttarinnar.

- Auglýsing -

Efnisorð

Deila

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -