• Orðrómur

Fólk sem talar við hundana sína er ekki brjálað

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ný rannsókn sýnir fram á að fólk sem talar við hunda sína í háum tónum er í raun að hjálpa hvuttunum sínum að halda athygli. Þetta gæti einnig hjálpað til við að bæta samband á milli hundaeigenda og gæludýranna.

Rannsakendur við York háskóla í Bretlandi ákváðu að láta á það reyna hvort að hundatal hefði sömu jákvæðu áhrif á hundana og þegar fullorðnir tala við ungbörn.

„Auðvitað vitum við að hundar geta ekki lært að tala, þannig að við vildum vita hvort hundatal virkaði fyrir hunda, eða hvort það er bara eitthvað sem við notum á hundana okkar, þar sem við lítum á hunda sem hluta af fjölskyldunni, eins og feldi klædd börn,“ segir forsvarsmaður rannsóknarinnar, Alex Benjamin, í samtali við Huffington Post.

Mikil nánd myndast oft á milli hundaeigenda og hunda.

Samskipti manna við hunda hafa áður verið rannsökuð og þá hefur meðal annars komið fram að það að tala við hunda í háum tónum, líkt og við gerum við börn, hefur góð áhrif á hvolpa, en að það skipti ekki máli þegar talað er við gamla hunda. Niðurstöður Alex og teymis hennar sýna fram á að þetta samspil sé örlítið flóknara en áður hefur verið haldið fram.

Það er gott að tala við hunda.

Teymið framkvæmdi raddpróf á 69, fullorðnum hundum. Þau fóru þannig fram að hundarnir hlustuðu á eina manneskju sem talaði háum tónum og notaði frasa sem var beint að hundunum, eins og: Þú ert góður hundur, og Eigum við að fara í göngutúr? Önnur manneskja notaði mennska frasa sem tengdust hundunum ekki neitt, eins og Ég fór í bíó í gær. Rannsakendur fylgdust með hvert athygli hundanna leitaði á meðan manneskjurnar voru að tala og fylgdust með hvaða manneskju þeir drógust að.

Því næst blönduðu rannsakendur saman hundafrösum og mennskum frösum til að sjá hvort það væri tónn raddarinnar sem hundarnir löðuðust að, eða frasarnir sjálfir. Loks komust rannsakendur að því að hundarnir voru líklegri til að laðast að manneskjunni sem notaði frasa sem var beint að hundunum.

- Auglýsing -

„Við höfum sýnt fram á að hundar skynja þessa týpu af tali og það gæti verið gagnlegt að nota hana þegar þú hittir hund í fyrsta sinn, eða ef þú ert að leika við hund vinar þíns til dæmis,“ segir Alex og bætir við orðum sem margir hafa eflaust þráð að heyra lengi:

„Og ef þú ert nú þegar að tala við þinn eiginn hund eins og barn geturðu notað þessa rannsókn til að réttlæta að þú ert ekki brjáluð hundamamma!“

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -