Mánudagur 16. september, 2024
8.1 C
Reykjavik

Fólki á Flateyri farið að vanta nauðsynjavörur – „Lagerinn er fljótur að klárast þegar heilt þorp treystir á hann.“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það hefur ekki verið svona mikill snjór í þorpinu í mörg ár og það er farið að verða ansi þungfært innanbæjar,“ segir Katrín María Gísladóttir um ástandið sem ríkir á Flateyri vegna veðurs.

„Svo hefur leiðin frá Flateyri yfir í næstu þorp verið lokuð að mestu síðan á föstudag og því ekki hægt að sækja neina þjónustu á Ísafjörð,“ segir Katrín í samtali við Mannlíf en á Ísafirði eru verslanir og þjónusta sem íbúar á Flateyri sækja gjarnan undir venjulegum kringumstæðum.

„Í dag voru grunn- og leikskólabörn bara heima þó að starfsmenn skólanna séu alltaf reiðubúnir að opna og hafi mætt til vinnu alla óveðursdagana til öryggis. Fólk er aðeins farið að þreytast við á að koma sér milli staða í bænum svo margir kjósa að dúlla sér bara heima í dag þar til veðrinu slotar. Í gær sá björgunarsveitin um að koma leikskólabörnum og foreldrum heim, þannig það er svo sem allt hægt ef fólk ætlar sér út,“ útskýrir Katrín sem hefur búið á Flateyri ásamt fjölskyldu sinni síðan árið 2016. „Okkur finnst það frábært. Við mælum með Flateyri fyrir alla sem vilja upplifa alvöru náungakærleik alla daga.“

Íbúar reiknuðu ekki með svona langri innilokun

Katrín segir að marga íbúa á Flateyri sé farið að vanta matvörur og fleira. „Èg held að fólk hafi ekki gert ráð fyrir alveg svona langri innilokun þannig marga fer að vanta ýmsar nauðsynjavörur. Það er kannski verst fyrir þá sem eru með dýr eða lítil börn sem þurfa fóður og þurrmjólk en hér eru allir boðnir og búnir og mikið verið að skreppa milli húsa með hitt og þetta sem vantar.“

„…hér eru allir að vinna saman og sjúklega góð stemning í mannskapnum.“

Katrín tekur fram að undanfarna daga hefur komið sér sérstaklega vel að samheldnin á Flateyri er mikil.

- Auglýsing -

„Það er mikil samheldni alltaf í Flateyringum og það kemur sér vel þegar maður þarf að treysta á nágranna sína. Það er ein sjoppa á staðnum sem selur svona eitt og annað en lagerinn er fljótur að klárast þegar heilt þorp treystir á hann. Allt brauð og hamborgarabrauð kláraðist um helgina og í gær tók matráðurinn sem eldar fyrir skólana í bænum sig til og bakaði brauð og hamborgarabrauð ásamt manninum sínum svo fólk gæti keypt brauð og hamborgara í sjoppunni, þannig hér eru allir að vinna saman og sjúklega góð stemning í mannskapnum.“

Á von á barni í mars

Katrín er ófrísk og á von á sér um miðjan mars. Næsta sjúkrahús er á Ísafirði. Hún viðurkennir að það geri verið svolítið taugatrekkjandi tilhugsun að hafa ekki aðgang að heilbrigðisþjónustu vegna veðurs.

- Auglýsing -

„Ég reikna með að þessi lægðagangur verði farin að minnka um miðjan mars. Ég er allavega ekkert að láta þetta stressa mig núna, rétt komin um 32 vikur en það er vissulega þægilegra að vita að maður komist á sjúkrahús ef eitthvað kemur upp á. Það er svona lúmskt varnarleysi að að hafa ekki greiðan aðgang að heilbrigðisþjónustu, en það er alveg jafn óþægilegt fyrir mig eins og næsta mann.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -