Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Bilaeigendur brjálaðir út í Brimborg – Tvinnbílarnir geta sprungið í loft upp

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í ágúst 2020 innkallaði Brimborg bifreiðar af tegundinni Ford Kuga, sem er endurhlaðanlegur tvinnbíll. Ástæðan var sú að drifrafhlaða bílsins gat ekki með fullnægjandi móti losað sig við heitar lofttegundir, sem minnka þrýsting og hita. Vegna gallans er því um að ræða íkveikihættu. Vegna þessa hefur eigendum bílana verið uppálagt að nota einungis eldsneytið uns lausn finnst. Tekið hefur mun lengri tíma en reiknað var með í fyrstu að ráða bót á þessum stóra galla og eigendur mjög ósáttir með að þurfa að bíða. Það eina sem er í boði er bensín – gjafabréf sem á að bæta fyrir það að ekki er hægt að nota bílinn á rafmagninu.

Ekki viðunandi lausn

Margar ástæður geta legið að baki þegar valin er bifreið sem veitir möguleikann á að keyra á rafmagni og eldsneyti. Ein ástæðan gæti vissulega verið einungis að spara sér eldsneytisútgjöld en yfirleitt er það meira sem hefur áhrif, umhverfisvernd, jöfnun kolefnisspors og þess háttar. Bensín gjafabréf er því fremur einföld og ófullnægjandi lausn sé horft til þessa.

Frændur okkar Danir

Mikil óánægja hefur verið varðandi þetta bæði hér á Íslandi og í allri Evrópu. Danmörk hefur nýverið hafið skipti á rafhlöðunum og verður ábyrgð bifreiðanna hækkuð úr tveimur árum upp í fimm ár. Danskir eigendur Ford Kuga fengu 3700 DK bensín – gjafabréf  eða um ríflega 76.000 kr ISK (samkvæmt genginu 7.mars 2021). Þar að auki fá eigendur Ford Kuga að velja um að fá hleðslustöð eða bensín – gjafabréf að verðmæti 2.200 DK eða ríflega 45.000 ISK (samkvæmt genginu 7.mars 2021) , eftir að skipt hefur verið um rafhlöðuna.

Umboðsaðilar Ford á Íslandi

- Auglýsing -

Umboðsaðili Ford á Íslandi er Brimborg og segja þeir að von sé á því að rafhlöðurnar leggi af stað sjóleiðina í þessari viku. Nú þegar hafa bifreiðareigendurnir beðið í um það bil 7 mánuði eftir lausn á þessum málum. Brimborg segir að hér á landi sé nú þegar 5 ára ábyrgð á bifreiðunum. Íslenskir Ford Kuga eigendur hafa fengið 80.000 kr bensín – gjafabréf og engar fréttir hafa borist varðandi það hvort um  frekari skaðabætur verði að ræða.

Hlýtur að flokkast sem brot á neytendum

Það verður að teljast mjög neikvætt að þeir neytendur sem festu kaup á Ford Kuga þurfi að bíða í  eins langan tíma og raun ber vitni og fá einungis bensín – gjafabréf í skaðabætur. Eðlilegast væri að hægt hefði verið að skila bifreiðunum eins og hverri annarri gallaðri vöru því vissulega er þetta ekkert annað en gölluð vara. Einnig er full ljóst að ekki er hægt að bæta það að fólk neyðist til þess að keyra á bensíni svo mánuðum skiptir, þegar það keypti sér tvinnbíl og ætlaði sér að keyra á rafmagni einnig.

- Auglýsing -

Félag íslenskra bifreiðaeigenda

Mannlíf var í sambandi við Félag íslenskra bifreiðaeigenda vegna málsins. Þeim hafa borist kvartanir frá Ford Kuga eigendum og hafa tekið málefnið föstum tökum. Ekki er komin loka niðurstaða í málið. Mannlíf mun halda áfram að fylgjast með og fjalla um það.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -