• Orðrómur

„Hann grípur sem sagt í klofið á mér“ – Formaður KSÍ sagði ósatt um ofbeldismann í landsliðinu:

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Landsliðsmaður sem braut kynferðislega gegn ungri konu viðurkenndi brot sitt og greiddi miskabætur. Hann var valinn í landsliðið eftir atvikið. Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, sagði ósatt í Kastljósi í gær þegar hann fullyrti að engin erindi vegna ofbeldis landsliðsmanna hefðu borist inn á borð sambandsins.

Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, steig fram í fréttum Sjónvarpsins, og upplýsti um það hvað hefði gerst og að formaðurinn hefði sagt ósatt. Þetta er enn eitt hneykslismálið sem dynur á landsliði karla í knattspyrnu.

Atvikið varð þegar Þórhildur var stödd á skemmtistað í Reykjavík laugardagskvöld í september 2017 þar sem þekktur landsliðsmaður í fótbolta var staddur. Hún lýsti þessu í fréttum Ríkisútvarpsins.

„Hann grípur sem sagt í klofið á mér. Síðan á sér stað líkamsárás aðeins seinna þar sem hann tekur mig hálstaki í stutta stund. Þar sem það skarst annar einstaklingurinn inn í. Ég var með áverka í tvær til þrjár vikur eftir hann. Strax daginn eftir fæ ég áverkavottorð og fer síðan niður á lögreglustöð og legg fram kæru. Við vorum tvær sem urðum fyrir því sama af hans hálfu þetta umrædda kvöld og við fórum saman að kæra,“ sagði Þórhildur.

Ríkisútvarpið segir að hálfu ári eftir atvikið hafi faðir Þórhildar ætlað að fara á vináttulandsleik. Þegar hann áttaði sig á að umræddur fótboltamaður er í landsliðshópnum sendi hann stjórnarmeðlimum KSÍ tölvupóst og greindi frá kærunni. Hann fékk svar frá Guðna Bergssyni, formanni KSÍ, sem sagðist taka málið alvarlega og fullyrti að það yrðu afleiðingar. .

„Hann hringir í foreldra mína báða, í símann hans pabba en hann talar við báða foreldra mína,“ sagði Þórhildur á RÚV.

- Auglýsing -

Guðni Bergsson baðst velvirðingar á ósannsöglinni í kvöld. RÚV birti ekki nafn landsliðsmannsins og er þar með allt liðið undir grun.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -