Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Formaður ÖBÍ: „Ég styð Báru Halldórsdóttur, sem í dag er krossfari öryrkja ofsótt af valdhöfum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég styð Báru Halldórsdóttur, sem í dag er krossfari öryrkja ofsótt af valdhöfum sem í fáránleika sínum og örvæntingu hamast við að reyna að draga athygli almennings frá þeirri ömurlegu staðreynd að þau opinberuðu níðingshátt sinn og halda honum svo áfram” skrifar Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, ÖBÍ, á Facebook.

„Þessu fólki treysti íslensk þjóð fyrir atkvæðum og treysti því að sómi væri að þeim fulltrúum sem svo settust á hið háa Alþingi.“ skrifar Þuríður sem gagnrýnir framferði Klaustursþingmanna sem hafa höfðað mál gegn Báru Halldórsdóttur. „Hörmulegast er að ekkert þeirra sá sóma sinn í að segja af sér”. Miðjan greinir upphaflega frá.

Bára birti nýlega reikningsyfirlit sitt eftir að lögmaður þingmannanna lagði inn beiðni til Persónuverndar. Sóttist hann eftir upplýsingum frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru á tímabilinu 15. nóvember til 15. desember. „Við sitjum uppi með fólk sem nýtir sér stöðu sína til að viðhalda fordæmalausu ofbeldi gagnvart sínum minnsta bróður. Ekkert breytir þeirri staðreynd að þau sem fyrirmyndir, valdhafar og manneskjur töluðu með óafsakanlegum og óafturkræfum hætti þetta kvöld!“ segir Þuríður á síðu sinni.

Reikningsyfirlit Báru sýndi að engar háar óútskýrðar greiðslur frá fyrirtækjum eða einstaklingum bárust til hennar á tímabilinu sem um ræðir.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og Klaustursþingmaður, hefur ítrekað sakað Báru um skipulagða starfsemi. Hefur hann haldið því fram að upptökurnar hafi verið hluti af skipulögðum verknað í persónulegri aðförð gegn stjórmálamönnum. Klaustursþingmennirnir eru allir sammála því að um umfangsmikla starfsemi sé að ræða og líklega hafi fleiri en Bára verið að verki. „Fleiri en einn hafi þurft til þar sem fylgjast hafi þurft með ferðum manna, afla sér búnaðar, læra á hann og útfæra og æfa aðgerðir. Slíkt sé tæpast á færi einnar manneskju“ hefur Stundin eftir Reymari Péturssyni, lögmanni Klaustursþingmanna.

Bára sökuð um ósannindi

Í kvörtun til Persónuverndar er Bára sökuð um ósannindi og að frásögn hennar sögð samhengislaus auk þess sem fullyrt er að aðgerðir hennar hafi verið með þeim hætti að „fleiri en einn hafi þurft til þar sem fylgjast hafi þurft með ferðum manna, afla sér búnaðar, læra á hann og útfæra og æfa aðgerðir. Slíkt sé tæpast á færi einnar manneskju“.

Sex þingmenn úr Miðflokknum og Flokk fólksins náðust á upptökur við drykkju á barnum Klaustri 20. nóvember síðast liðinn. Þingmennirnir eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason, Anna Kolbrún Árnadóttir, Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson. Á upptökunni heyrast þingmennirnir fara með niðrandi ummæli um kvenkyns þingmenn, fatlaða og hinsegin fólk. Auk þess sem þau játuðu að hafa misnotað stöðu sína á þinginu. Tveimur þingmönnum var vísað úr Flokki fólksins. Síðan hafa þeir báðir gengið í Miðflokkinn.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Óþekkta konan knúsaði Báru og fór

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -