Fórnarlamb R. Kelly: „Ég skammast mín ekki lengur fyrir fortíð mína“

Deila

- Auglýsing -

Lanita Carter, ein þeirra kvenna sem hefur sakað tónlistarmanninn R. Kelly um kynferðisbrot, steig fram í viðtali við CBS Morning í dag. Hingað til hefur Carter ekki viljað tjá sig undir nafni en ákvað að stíga fram eftir að R. Kelly hélt fram sakleysi sínu í viðtali við CBS.

Lanita er ein þeirra fjögurra kvenna sem R. Kelly var ákærður fyrir að brjóta kynferðislega gegn á árunum 1998 til 2010.

Lanita var hárgreiðslukona R. Kelly þegar hann braut gegn henni árið 2003, þá var hún 24 ára. Hún hefur ekki treyst sér til að stíga fram opinberlega og segja frá fyrr en núna. Hún segir viðtalið sem R. Kelly fór í 7. mars hafi orðið til þess að hún ákvað að stíga fram og segja sögu sína.

„Ég skammast mín ekki lengur fyrir fortíð mína,“ sagði Lanita í viðtali við CBS.

Í viðtalinu greinir hún frá að henni hafi líkað vel við R. Kelly á þeim tíma sem hún vann fyrir hann og að hún hafi litið á hann sem bróður. „Tvö orð: fullkominn herramaður,“ sagði Lanita.

Í viðtalinu lýsir hún svo deginum þegar allt breyttist og R. Kelly braut gegn henni. Lanita hringdi í lögregluna samdægurs en R. Kelly var ekki ákærður. „Frægt fólk er svo valdamikið,“ sagði Lanita.

Tíu mánuðum síðar skrifaði Lanita undir samkomulag á milli hennar og R. Kelly og fékk 650 þúsund Bandaríkjadali greidda fyrir að þaga.

Þess má geta að R. Kelly var ákærður í mars á þessu ári fyr­ir tíu al­var­leg kyn­ferðis­brot gegn fjór­um kon­um í kjölfar þess að heimildarmyndin Survivin R. Kelly var sýnd í janúar.

Viðtalið við Lanitu má sjá hér fyrir neðan.

Sjá einnig: „Ég hef verið tekinn af lífi“

- Advertisement -

Athugasemdir