Miðvikudagur 29. mars, 2023
3.8 C
Reykjavik

Fornbílasafn í frystihúsi – Nasistabifreið Gerlach Werner og íslenski sportbílinn Adrenalín sýndir

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Frystihúsið bílasafn var formlega opnað í gamla frystihúsinu á Breiðdalsvík í dag.

Við opnunina var boðið upp á leiðsögn um salinn, en safnið mun verða opið alla daga vikunnar í sumar.

Bílaáhugamennirnir Guðbjartur Guðmundsson, Ingólfur Finnsson, Ólafur Hvanndal og Ingólfur Finnbogason eiga veg og vanda að framtakinu en óhætt er að segja að þeir félagar hafi gert Breiðdalsvík að miðpunkti langaksturstúra – en svæðið er annálað fyrir skemmtilegar akstursleiðir.

Frysthúsið hefur að geyma um tuttugu bifreiðar sem eru frá árunum 1936 til 2004; perlur úr íslenskri ökutækjasögu og eiga sér afar áhugaverðar sögur sem tengjast íslenskri bílasögu.

Þar má sjá handsmíðaða íslenska sportbílinn Adrenalin, sem var hannaður og smíðaður frá grunni á Íslandi.

- Auglýsing -

Og eins og að það sé ekki nóg þá má líka sjá á safninu hina þekktu Mercedes-Benz bifreið Nasistans Werners Gerlachs ræðismanns Þýskalands á Íslandi í seinni heimstyrjöldinni; auk annarra bíla sem sjaldséðir eru hér á landi.

Húsakynni safnsins eru vegleg; þar má njóta glæsilegs útsýnis við sjávarsíðuna innan um listaverk á fjórum hjólum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -