Mánudagur 13. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Algjör óvissa um framhaldslíf ríkisstjórnar Katrínar – Forseti ræddi við formenn þriggja flokka

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands segir að næstu skref varðandi stjórnarmyndun verði ákveðin eftir skýrslur til þingflokka, en það mun gerast í lok þessarar viku.

Guðni segist hafa rætt við formenn stjórnarflokkanna þriggja að svo stöddu, en ekki aðra stjórnmálaleiðtöga.

„Ríkisstjórnin hélt sínum meirihluta og þurfti ekki að biðjast lausnar og meðan svo er situr þessi ríkisstjórn áfram og það er á þeim forsendum sem leiðtogar flokkanna sem að henni standa ræða saman um framhaldið og svo sjáum við bara hvað setur,“ hefur Fréttablaðið eftir Guðni Th.

Þá funduðu formenn flokkanna þriggja að minnsta kosti tvisvar sinnum í gær. Fullyrt er að Framsókn hafi krafist meira vægis innan stjórnarinnar og að fá fjármálaráðuneytið gegn því að Sjálfstæðisflokkur fengi fleiri ráðherraembætti. Að sama skapi þurfa Vinstri grænir að minnka sín áhrif innan stjórnar. Það gæti orðið erfitt fyrir Katrínu Jakobsdóttur sem þarf að sannfæra flokk sinn um að starfa áfram með höfuðandstæðingnum í stjórnmálum. Það ríkir því fullkomin óvissa um framhald óbreytts stjórnarsamstarfs og allt eins líklegt að Framsóknarflokkurinn líti til annarra möguleika.

„Við gefum þingflokkum okkar skýrslu í lok vikunnar til að átta okkur á því hvort við viljum taka viðræðurnar á næsta stig,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Ljóst er að hver flokkur muni ræða sín áherslumál og stefnur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -