2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Forsíða með Kim Kardashian gerir allt vitlaust

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian prýðir forsíðu nýjasta heftis indverska Vogue. Stjarnan deildi mynd af forsíðunni í vikunni en það eru ekki allir sáttir við að hún prýði téða forsíðu.

Forsíðan á indverska Vogue.

„Það eru svo margar GULLFALLEGAR, indverskar konur sem gætu verið á forsíðunni á indverska Vogue en þið setjið Kim Kardashian á hana. Árið 2018. Úff,” skrifar einn Twitter-notandi og annar tekur í sama streng:

AUGLÝSING


„Hvenær mun indverska Vogue læra að Indverjar, sérstaklega ungar, indverskar stúlkur, vilja sjá fleiri andlit sem þær geta tengt við? Við sjáum nóg af Kardashian/Jenner-fjölskyldunni út um allan heim. Af hverju ekki að nota indverskar fyrirsætur?”

Sumir skilja ekki hatrið

Kim í lehenga.

Á einni myndinni í tímaritinu er Kim í lehenga, sem er hefðbundið, indverskt pils með útsaum. Það fer einnig fyrir brjóstið á fólki.

„Hmm, Kim K fyrir indverska Vogue? Í lehenga?” skrifar einn tístari, á meðan aðrir verja þessa ákvörðun tímaritsins.

„Ég skil ekki þetta hatur í garð indverska Vogue að hafa alþjóðlega manneskju á forsíðunni í viðskiptalegum tilgangi endrum og eins. Það þýðir ekki að þeir kunni ekki að meta indverskar eða asískar konur,” skrifar einn notandi á Twitter.

„Fólk sem er að agnúast út í indverska Vogue fyrir að velja alþjóðlegar forsíðufyrirsætur endrum og eins skilur ekki hvernig tímaritabransinn virkar,” skrifar annar.

Fetar í fótspor systu

Svipuð viðbrögð urðu fyrir rétt um ári síðan þegar systir Kim, Kendall Jenner, prýddi forsíðu blaðsins. Þá gáfu forsvarsmenn tímaritsins út yfirlýsingu á Instagram þar sem þeir vörðu þetta val sitt á forsíðufyrirsætu.

„Á síðustu tíu árum hafa aðeins tólf alþjóðlegir einstaklingar verið á forsíðunni, þar á meðal Kendall Jenner árið 2017. Þess vegna eru níutíu prósent af forsíðufyrirsætunum okkar indverskar! Og við erum stolt af því.”

Kim Kardashian hefur ekki enn tjáð sig um þetta hitamál.

A post shared by VOGUE India (@vogueindia) on

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is