Föstudagur 13. september, 2024
9.8 C
Reykjavik

Forstjóralaun – Úr axlarlið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Góð vika – Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, hefur fulla ástæðu til að brosa þessa dagana, þó ekki væri nema út í annað munnvikið, þar sem greint var frá því í vikunni að hagnaður Össurar á síðasta ári hafi verið 69 milljónir Bandaríkjadala, eða um 8,5 milljarðar íslenskra króna. Jújú, fyrirtækið skilaði kannski minni hagnaði í fyrra miðað við árið á undan þegar hann var um 10 milljarðar, en það er engin ástæða að henda sér í gólfið og grenja yfir 8,5 milljörðum króna, langt í frá. Jón hefur stýrt Össuri um árabil og þykir hafa gert það með sóma, enda álitinn lunkinn í viðskiptum. Sem dæmi vakti athygli þegar Viðskiptablaðið greindi frá því í ágúst árið 2015 að Jón hefði nýtt sér kauprétt á bréfum í fyrirtækinu og selt þau strax á töluvert hærra verði en hann keypti þau á og þannig grætt litlar 367 milljónir – á sex mínútum (!). Ekki amalegt fyrir mann sem hefur látið hafa eftir sér í viðtölum að hann sé slugsi frá Selfossi sem hafi fallið bæði á gagnfræðiprófinu sínu og inntökuprófinu í rafvirkjanám.

 

Slæm vika – Gísli Þorgeir Kristjánsson

Það virðist ekki eiga af Gísla Þorgeiri Kristjánssyni að ganga. Hinn ungi og upprennandi landsliðsmaður í handbolta og leikmaður Magdeburg fékk þungt högg á vinstri öxl í leik liðsins og Flensburg í efstu deild Þýskalands á mánudag og mun þurfa að gangast undir aðgerð á öxl og viðbeini. Eins og kunnugt er missti Gísli af Evrópumótinu í handbolta í janúar eftir að hafa farið úr vinstri axlarlið í leik með þáverandi liði sínu, Kiel, í nóvember og ollu meiðslin því að hann gat lítið spilað með Kiel. Í ljósi þess vildu sumir meina að samningurinn við Magdeburg hafi komið eins og himnasending og Gísli sjálfur vonaðist til að geta loks sýnt sitt rétta andlit hjá liðinu. Meiðslin í leiknum á mánudag gerðu þann draum að engu, alla vega í bili, þar sem Gísli kemur ekki til með að spila meira með liðinu á þessari leiktíð. Faðir hans, handboltakempan Kristján Arason, kveðst fullviss um að sonurinn mæti fullur af krafti þegar næsta tímabil hefst og því ekki annað gera en að krossa fingur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -