Laugardagur 22. janúar, 2022
1.4 C
Reykjavik

Forstjóri Heilsuverndar fékk fjögurra mánaða dóm: „Þetta mál hefur verið mér þungbært“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Teitur Guðmundsson, forstjóri Heilsuverndar, er gert að greiða rúmlega 15 milljóna króna sekt innan tveggja mánaða, ella fara í fangelsi í 8 mánuði. Kveðinn var upp dómur í máli Teits við Héraðsdóm Reykjaness í gær. Hlaut hann einnig fjögurra mánaða skilorðsbudinn fangelsisdóm fyrir skattsvik.

Segir í dómnum að félag Teits, Sitrus hafi yfir nokkurra ára tímabil vangreitt skatt að upphæð tæplega 10,4 milljóna króna.
Teitur setti dóminn á Facebook síðu sína í gær þar sem hann skrifar færslu um málið.
Hann segist feginn að málinu sé lokið enda hafi það verið honum þungbært.

Sagðist hann aldrei hafa verið starfsmaður félagsins sem um næðir heldur aðeins skáður framkvæmdastjóri.
Færslu Teits má lesa hér að neðan í heild sinni:

„Fyrir 9 árum tók ég þátt í að fjármagna sprotafyrirtæki í auglýsingagerð og var skráður sem framkvæmdastjóri félagsins. Ég hef í gær hlotið dóm vegna aðkomu minnar að því. Ég var aldrei starfsmaður þess og þáði hvorki laun né aðra fjármuni frá félaginu. Reksturinn gekk ekki upp og var félagið tekið til gjaldþrotaskipta 21. október 2015. 

Við lok rekstrar lá fyrir að vanskil voru á opinberum gjöldum. Á þeim tíma axlaði ég ábyrgð með því að láta félaginu í té viðbótarfjármagn til greiðslu þeirra. Þá gerði ég upp vanskil og fékk staðfestingu á því frá innheimtumanni ríkissjóðs áður en félagið var lýst gjaldþrota. Ég taldi mig hafa greitt það sem mér bar. Þá tók ég það ítrekað fram,  að kæmi í ljós við nánari rannsókn að skuldin væri hærri en sú fjárhæð sem ég hafði þegar greitt, þá myndi ég greiða þá skuld að fullu, sem ég hef gert.
Þetta mál hefur verið mér þungbært, en það er léttir að því sé nú lokið. Um nýliðin áramót voru gerðar breytingar á stjórnskipun Heilsuverndar á þá leið að ég ber ekki lengur ábyrgð á daglegum rekstri. Eftir sem áður mun ég koma að uppbyggingu og eftirfylgni þeirra fjölmörgu verkefna sem eru á verksviði félagsins og tengdra félaga.
Dómurinn er hér fyrir þá sem vilja skoða og er tilbúinn til að ræða hann við hvern sem er“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -