Sunnudagur 1. desember, 2024
-6.2 C
Reykjavik

Forstjóri Play: Við munum bjóða betur en Icelandair og þeir hafa augljósar áhyggjur af því

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Arnar Már Magnússon, forstjóri hins boðaða Play, segir augljóst að Icelandair hafi miklar áhyggjur af innkomu flugfélagsins. Það sé heldur ekkert skrítið því rekstarmódel þess fyrrnefnda sé mun hagkvæmara og því komi Play til með að bjóða betri verð.

Þetta segir Arnar í ljósi fullyrðinga Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, um að hér á landi sé aðeins pláss fyrir eitt flugfélag og annað sé hreinlega óraunhæft. Arnar segir þetta vera bull. „Við óskum Icelandair að sjálfsögðu velfarnaðar eftir erfitt ár. En varðandi þessa staðhæfingu Boga um að það sé engan vegin raunhæft að reka tvö flugfélög með Keflavík sem tengimiðstöð þá liggur auðvitað fyrir að ný flugfélög hætta sér einmitt inn á þennan markað í samkeppni við Icelandair vegna þess að þau geta boðið betur. Við teljum að Íslendingar kunni vel að meta samkeppni íslensku félaganna og vilji forðast fákeppni,“ segir Arnar og bætir við:

„Dæmin sanna að þegar Íslendingum býðst nútímaleg þjónusta, nýr, hagkvæmur og öruggur flugfloti og hagstæðari fargjöld en áður þá grípa þeir tækifærið og okkar erlendu gestir líka. Þessi markaður er framboðsdrifinn og rekstrarmódel PLAY er mun hagkvæmara sem þýðir að við getum boðið betur. Miðað við þessar forsendur sem Bogi gefur sér þá teljum við að ummælin lýsi einmitt því að Icelandair hefur augljósar áhyggjur af innkomu PLAY á markaðinn.“

Mannlíf greindi fyrst frá því að hið væntanlega flugfélag Play væri búið að tryggja sér langtímafjármögnun og stefndi á að hefja flug með haustinu. Þá greindum við frá breyttu eignarhaldi félagsins með innkomu Elíasar Skúla Skúlasonar, stjórnarformanns og einn eigenda flugþjónustufyrirtækisins Airport Associates. Hann varð aðaleigandi Play-flugfélagsins eftir að brúarlánum hans til félagsins var breytt í hlutafé.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -