Föstudagur 19. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Forstöðumenn sundlauga sakaðir um einelti og hentistefnu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Starfshættir Hafliða Guðjónssonar, forstöðumanns Breiðholtslaugar, eru til skoðunar hjá ÍTR eftir að í ljós kom megn óánægja meðal undirmanna hans, þar sem forstöðumaðurinn er meðal annars sakaður um eineltistilburði. Aðeins 15 prósent starfsmanna laugarinnar svöruðu því til að þeir væru ánægðir með yfirmanninn. Einhverju skárra er ástandið í Grafarvogslaug en forstöðumaðurinn þar, Hrafn Þór Jörgensen, er einnig til skoðunar hjá ÍTR.

Reykjavíkurborg mælir reglulega viðhorf starfsfólks til starfsumhverfis, samskipta og stjórnunarhátta.  Viðhorfskönnun var lögð fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar dagana 1. mars – 25. mars síðastliðinn. Niðurstöðurnar eru nýttar til að viðhalda og skapa í senn betra starfsumhverfi  fyrir starfsfólk sem vinnur í þágu borgarbúa. Í viðhorfskönnuninni er meðal annars kannað hvort starfsfólk hafi upplifað áreitni, einelti eða ofbeldi, en einnig er kannað viðhorf starfsfólks til stjórnunarhátta stjórnenda á vinnustaðnum.

Skemmst er frá því að segja að forstöðumennirnir tveir komu illa út úr síðustu könnun þar sem þeir eru sakaðir um eineltismál, slæleg samskipti við undirmenn og takmarkaða upplýsingagjöf. Í kjölfar gula spjaldsins hafa verið haldnir fundir með öllum starfsfólki lauganna tveggja með það fyrir augum að bæta andrúmsloftið á vinnustöðunum.

Vinnunni stýrir Margrét Grétarsdóttir, mannauðsstjóri ÍTR, og eftir því sem Mannlíf kemst næst tók hún persónuleg viðtöl við starfsfólk lauganna. Eins og áður sagði komu niðurstöðu könnunarinnar ekki vel út fyrir forstöðumann Grafarvogs- og Breiðholtslaugar. Í niðurstöðunum kom einnig fram að karlkynsstarfsmenn Grafarvogslaugar séu mjög óánægðir með yfirgang kvenkynsstarfsmanna laugarinnar.

Sama sagan er í Breiðholtslaug, en þar fær forstöðumaðurinn Hafliði slæma útreið. Hann fær einungis um 15 prósent svarenda sem segjast ánægðir með störf forstöðumannsins.  Blaðamanni Mannlífs var tjáð af starfsmanni Breiðholtslaugar að: ,,Hafliði taki á starfmannamálunum eftir sínu höfði”.

Í samtali við Mannlíf segist Margrét mannauðsstjóri líta málið alvarlegum augum og bætir því við að þau séu að vinna í því með viðtölum við starfsmenn. Að öðru leyti vill hún ekki ræða einstaka starfsstaði eða einstaka starfsmenn ÍTR.

- Auglýsing -

Þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir Mannlífs þá létu forstöðumenn lauganna, Hafliði og Hrafn, ekki ná í sig.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -