Föstudagur 7. október, 2022
3.8 C
Reykjavik

„Frá okkar innstu hjartarótum þökkum við fyrir alla hjálpina“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Fjölskylda Kamilu Majewska og Mikolaj Majewski þakkar Íslendingum og pólska samfélaginu á Íslandi fyrir hlýhug og veitta aðstoð við heimsókn hennar vegna andláts pólsku mæðginanna hér á landi í janúar. Kamila var á þrítugsaldri er hún lést en drengurinn aðeins 18 mánaða.

Íslenska þjóðin var slegin yfir hamleiknum í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi laugardaginn 16. janúar síðastliðinn. Tomek Majewska, faðir drengsins og eiginmaður Kamilu, komst lífs af í hinu hræðilega slysi. Fjölskyldan hafði fest rætur á Flateyri og voru á leið þangað þegar bíll þeirra endaði í sjónum.

Nánasta fjölskylda Tomek og Kamilu heitinnar komu hingað til lands og eru afar þakklát fyrir hlýar móttökurnar. „Fyrir hönd allrar fjölskyldunnar þá vijum við þakka fyrir alla hjálpina, hlýjar móttökurnar og allan kærleikinn við dvöld okkar á Íslandi. Við þökkum öllum þeim sem sýndu okkur þann kærleik eins og um þeirra eigin fjölskyldu væri að ræða. Vonandi náum við að endurgjalda það einhvern daginn,“ segir í tilkynningu frá fjölskyldunni inn í hópi pólska samfélagsins hér á landi:

Frá okkar innstu hjartarótum þökkum við fyrir alla hjálpina. Munum að góðmennska skilar sér alltaf til baka og hún mun skila sér til þeirra sem hjálpuðu okkur á þessum erfiðu tímum. Kærar kveðjur til ykkar allra.“

Fljótlega eftir andát Kamilu og Mikolaj litla hófst söfnun fyrir fjölskylduna þar sem Pólverjar og Íslendingar tóku höndum saman. Ef þú vilt hjálpa fjölskyldunni enn frekar og leggja söfnuninni lið þá getur þú gert það hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -