2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Frægir foreldrar sem eiga tvíbura

Það er mikil blessun að eignast börn, hvað þá þegar um fjölbura er að ræða.

Nokkur pör af tvíburum hafa gert það gott í skemmtanaiðnaðinum og ber þar helst að nefna Mary-Kate og Ashley Olsen. Fræg pör hafa einnig verið dugleg að eignast tvíbura og ákváðum við að líta aðeins yfir nokkur stjörnubörn sem hugsanlega eiga eftir að feta í fótspor foreldra sinna í framtíðinni.

Enrique Iglesias og Anna Kournikova

Söngvarinn og tennisstjarnan buðu tvíburasystkinin Nicholas og Lucy velkomin í heiminn þann 16. desember í fyrra.

Cristiano Ronaldo og Georgina Rodriguez

Fótboltastjarnan tilkynnti í júní í fyrra að hann væri búinn að eignast tvíbura með kærustu sinni. Systkinin hafa fengið nöfnin Mateo og Eva.

Beyoncé og Jay Z

AUGLÝSING


Beyoncé tilkynnti það á Instagram í febrúar í fyrra að hún ætti von á tvíburum og internetið sprakk næstum því. Tvíburarnir, sem heita Rumi og Sir Carter, komu síðan í heiminn þann 13. júní í Kaliforníu.

A post shared by Beyoncé (@beyonce) on

George og Amal Clooney

Leikarinn og lögfræðingurinn hafa reynt að halda einkalífi sínu utan sviðsljóssins en það var vinur þeirra, leikarinn Matt Damon, sem staðfesti fréttir þess efnis að þau ættu von á barni í fjölmiðlum. Í júní í fyrra komu tvíburar í heiminn, dóttirin Ella og sonurinn Alexander.

Ricky Martin

Söngvarinn eignaðist synina Matteo og Valentino í ágúst árið 2008 með hjálp staðgöngumóður.

A post shared by Ricky (@ricky_martin) on

Sarah Jessica Parker og Matthew Broderick

Leikarahjónin nýttu sér hjálp staðgöngumóður í júní árið 2009 þegar þeim fæddust dæturnar Marion Loretta Elwell og Tabitha Hodge.

A post shared by SJP (@sarahjessicaparker) on

Rebecca Romijn og Jerry O’Connell

Það voru gleðileg jólin árið 2008 hjá leikarahjónunum. Þau eignuðust tvíburasysturnar Dolly Rebecca-Rose og Charlie Tamara-Tulip þann 28. desember það ár.

Neil Patrick Harris og David Burtka

Leikararnir tilkynntu það þann 14. ágúst árið 2010 að þeir ættu von á tvíburum með hjálp staðgöngumóður. Sonur þeirra Gideon Scott og dóttir þeirra Harper Grace komu í heiminn í október sama ár.

A post shared by Neil Patrick Harris (@nph) on

Mariah Carey og Nick Cannon

Söngkonan og spéfuglinn eignuðust tvíburana Moroccan og Monroe þann 30. apríl árið 2011, en Mariah og Nick skildu þremur árum síðar.

A post shared by Mariah Carey (@mariahcarey) on

Angelina Jolie og Brad Pitt

Leikkonan staðfesti það á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí árið 2008 að hún ætti von á tvíburum. Það var svo þann 12. júlí það ár að sonurinn Knox Léon og dóttirin Vivienne Marcheline komu í heiminn. Bættust tvíburarnir í stóran barnahóp, en foreldrarnir skildu árið 2016.

Jennifer Lopez og Marc Anthony

Tónlistarhjónin eignuðust soninn Maximilian David og dótturina Emme Maribel í New York þann 22. febrúar árið 2008. Jennifer og Marc skildu þremur árum síðar.

A post shared by Jennifer Lopez (@jlo) on

Ekki missa af þessum

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is