Sunnudagur 13. október, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Frambjóðandinn Jóhann Páll í skotlínu Samherja. „Fíflið hann frændi minn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Arna McClure Baldvinsdóttir, lögmaður Samherja, þrýsti á Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja að setja fram „efnisleg svör“ vegna greinar Jóhanns Páls Jóhannssonar, frambjóðanda Samfylkingar. Þetta kemur fram í Kjarnanum og er byggt á gögnum sem fjölmiðillinn komst yfir úr tölvu og síma Páls Steingrímssonar skipstjóra.

Kjarninn hefur byggt fréttir ótal gögnum úr fórum skipstjórans sem var hluti af svokallaðri Skæruliðasveit Samherja sem hafði það verkefni að berja á meintum óvinum Samherja. Auk Örnu og Páls er Þorbjörn Þórðarson, fyrrverandi fréttamaður Stöðvar 2, hluti af teyminu sem og Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður, sem sat meðal annars um Helga Seljan og sendi honum ógnandi skilaboð úr leyninúmer. .

Það skondna við plottið gegn Jóhanni Páli Jóhannssyni er að hann er frændi umræddrar Örnu sem sagði í leynigögnunum að henni þætti skemmtilegt að stinga, strá salti í sárin og snúa svo hnífnum.

Þriðji hlekkurinn, er greinin sem fór fyrir brjóst þeirra. Í greininni skrifaði Jóhann Páll meðal annars um ofurstéttina sem eigni sér fiskinn í sjónum.

„Olígarkana sem eitra og skekkja þjóðmálaumræðu á Íslandi með því að kaupa upp fjölmiðla og pólitíkusa og reka áróðursstríð gegn blaðamönnum, embættismönnum og eftirlitsstofnunum, hverjum þeim sem ógna sérhagsmunum þeirra. Olígarka sem virðast einfaldlega hafa sagt sig úr lögum við samfélagið okkar. Yfirgangurinn mun halda áfram að eitra út frá sér og bitna á okkur öllum meðan samherjar Samherja stjórna Íslandi.“

Arna segir auðvelt „að svara kjaftæðinu í frænda mínum“ en Kjarninn upplýsir að  langamma Örnu og amma Jóhanns Páls voru systur. Hún spyr svo Þorbjörn Þórðarson hvort hann geti „ekki hent upp svörum á fíflið hann frænda minn?“.

- Auglýsing -

Jóhann Páll vísaði í Facebookfærslu sína þar sem segir að væntanlega verði ankannalegt ættarmót framundan.

„Kannski ekki mikið um þetta að segja annað en að ég fagna auðvitað fjandskap Samherjastjórnenda og kjölturakka þeirra í minn garð – þá hlýtur maður að vera að gera eitthvað rétt. Vinnubrögðin sem Stundin og Kjarninn hafa afhjúpað undanfarna daga sýna mikilvægi þess að við stöndum með frjálsum fjölmiðlum og setjum olígörkum og sérhagsmunaöflum stólinn fyrir dyrnar.“

Páll skipstjóri hefur sagt að hann hafi kært innbrot í tölvu sína og síma.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -