Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Framfarir hjá Guðmundi Felix sem getur hreyft framhandlegg: „Núna get ég framkallað hreyfingu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Fyrir tveimur vikum sýndi ég ykkur að upphandleggsvöðvinn virkaði. Ég var að spenna vöðvann örlítið en það framkallaði enga hreyfingu. Núna, þegar ég er í sundlauginni, get ég ef ég spenni upphandleggsvöðvann, framkallað hreyfingu á framhandleggnum,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson. Hann segir að þetta séu ef til vill ekki miklar framfarir en bætir svo við að miðað við það að annar einstaklingur hafi notað þessa sömu handleggi fyrir fimm mánuðum, sé það frekar frábært.

 

Guðmundur Felix nýtur þyngdarleysisins í lauginni

 

Guðmundur Felix sem gekkst undir handleggjaígræðslu þann 12. janúar á þessu ári eða fyrir fimm mánuðum er hægt og rólega að ná framförum. Hér má nálgast myndbandið á Instagram reikningi Guðmundar Felix. Hann ávarpar fylgjendur sína á ensku.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -