Framkvæmdastjóri Ted Baker stígur til hliðar vegna ásakananna

Deila

- Auglýsing -

Framkvæmdastjóri Ted Baker hefur sagt upp starfi sínu í kjölfar þess að hópur fólks sem starfar hjá Ted Baker steig fram og greindi frá óviðeigandi hegðun hans.

Einn stofnandi tískumerkisins Ted Baker, Ray Kelvin, hefur sagt upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri eftir að hópur starfsfólks fyrirtækisins steig fram og sakaði hann um óviðeigandi hegðun í þeirra garð.

Meðal þess sem starfsfólkið kvartaði vegna er að Kelvin neyddi það oft til að faðma sig. Eins er hann sakaður um að hafa látið ýmis óviðeigandi ummæli falla og sömuleiðis óskaði hann eftir því að ungar konur sem störfuðu hjá fyrirtækinu myndu sitja í fangi hans svo nokkur dæmi séu tekin. Þessu er greint frá á vef BBC.

Kelvin tók sér tímabundið leyfi eftir að ásakanirnar komu fyrst upp í desember. Þá skrifuðu um 200 starfsmenn nafn sitt við undirskriftalista þar sem stjórn Ted Baker var hvött til að skoða hegðun Kelvins í garð starfsfólks. Síðan þá hefur nefnd skoðað málið en Kelvin hefur alltaf neitað þessum ásökunum.

Nú hefur hann tekið ákvörðun um að hætta sem framkvæmdastjóri er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Í tilkynningunni sagði að fyrirtækið hafi átt hug hans allan í gegnum tíðina en núna sé kominn tími til að stíga til hliðar.

Þess má geta að Kelvin á 35% hluta í Ted Baker. Ted Baker var stofnað árið 1988 og í dag eru um 500 Ted Baker útibú víða um Bretland.

- Advertisement -

Athugasemdir