Framleiða skyrtur úr notuðum rúmfötum frá lúxushótelum

Deila

- Auglýsing -

Þýska hönnunarreymið Archivist Studio hefur undanfarið einblínt á að hanna og sauma hvítar og látlausar skyrtur úr gömlum rúmfötum frá lúxushótelum.

Stofnendur Archivist Studio eru Eugenie Haitsma og Johannes Offerhaus.

Það var Eugenie sem fékk hugmyndina að skyrtunum þegar hún fór að velta fyrir sér hvað yrði um rúmfötin og annað lín sem lúxushótel skipta reglulega út. Hún hringdi í vin sem starfar á fínu hóteli í Mayfair-hverfinu í London sem sagði henni að rúmfötunum er hent og oft sér varla á þeim þegar þau rata í ruslið.

Þessi vinur Eugenie samþykkti að senda henni rúmföt sem hefðu annars endað í ruslinu.

Eugenie segist í samtali við Wallpaper hafa verið steinhissa þegar hún fékk sendinguna. Rúmfötin voru í góðu ásigkomulagi og úr gæðahráefni.

Hún sá að efnið sem er gjarnan notað í vönduð rúmföt hentar vel í skyrtur. Verkefnið vatt upp á sig og nú nota þau Eugenie og Johannes notuð rúmföt frá lúxushótelum víða um Evrópu og útkoman er vönduð skyrtulína.

- Advertisement -

Athugasemdir