Sunnudagur 25. september, 2022
7.8 C
Reykjavik

Fréttablaðið biðst ekki afsökunar að hafa bendlað Ragnar við afbrot: „Skammist ykkar“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Í Fréttablaðinu í dag birtist „leiðrétting“ á forsíðufrétt gærdagsins þar sem hjólað var í Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, og hann sakaður um að hafa verið staðinn að ólöglegri netalögn. Það reyndist kolrangt. Lögregla hefur staðfest að Ragnar sé hvorki vitni né sakborningur í málinu.

Margir hafa haft orð á því að annarlegir hagsmunir hafi ráðið ferðinni. Sjálfur sagði Ragnar í viðtali við Kjarnann: „Það verður allt gert til að bola mér út úr þessu embætti. Ég held að þetta sé bara byrjunin.“ Hann sagði þó að sem betur fer sæi fólk í gegnum þetta. Það er rétt hjá honum, ef marka má athugasemdir við deilingu framhaldsfréttar Fréttablaðsins í gær. „Ömurlegt hjá Fréttablaðinu, svo ekki sé meira sagt,“ segir einn maður meðan kona ein segir: „Skammist ykkar fyrir þennan fáránlega fréttaflutning.“

Einn maður hæðist svo að viðbrögðum blaðsins: „Þetta er orðið hlægilegt. Búið að staðfesta að Ragnar mætti í heimsókn á svæðið degi EFTIR að netin voru lögð. Ef ég mætti í heimsókn í Rauðagerði daginn eftir morðið þar, mætti ég búast við því að Fréttablaðið myndi birta forsíðufrétt um aðild mína að morðinu? Fréttablaðið hafði tækifæri til að draga fréttina til baka og biðjast auðmjúklega afsökunar, en ákveður þess í stað að „double down“ eins og það er kallað á ensku. Er það ritstjórnarstefna hjá Fréttablaðinu að ráða svona „blaðamenn“, eða er ráðningarferlið í molum? Ótrúlegt.“

Ragnar fór í gær fram á að fréttin yrði dregin til baka og hann yrði beðinn afsökunar. Lögmaður Ragnars Þórs sendi bréf þess efnis til Jóns Þórissonar, ritstjóra Fréttablaðsins, Þorbjargar Marinósdóttur, ritstjóra DV, og Þorsteins Friðriks Halldórssonar blaðamanns.

Í dag má svo sjá viðbrögð þeirra við bréfinu, en sá sem skrifaði forsíðufréttina, Þorsteinn, skrifar stuttan eindálk um málið. Þar segir hann: „Lögreglan á Suðurlandi staðfesti í gær að Ragnar Þór hafi hvorki stöðu sakbornings né vitnis í málinu. Í frétt Fréttablaðsins í gær sagði að Ragnar Þór hefði verið í hópi þeirra sem staðnir voru að ólöglegu netalögninni. Haft var eftir honum að málið væri honum algjörlega óviðkomandi. Tekið er fram að í fréttinni var ekki fullyrt að Ragnar Þór hefði stöðu vitnis eða sakbornings í málinu“.

Ragnar hafi með öðrum orðum verið bendlaður við afbrot, ásamt öðrum, en er samt ekki sakborningur.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -