Fimmtudagur 30. nóvember, 2023
-0.9 C
Reykjavik

Frétti að átta ára dóttir hans væri látin: „Þú veist hvað er gert við fólkið, það verra en dauði“ 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Hún var annað hvort látin eða í haldi Hamas. Og ef þú veist hvað er gert við fólkið í Gaza þá er það verra en dauði,“ sagði Thomas Hand, breskur karlmaður, um átta ára dóttur sína sem var stödd á Gaza-svæðinu þegar átökin brutust út. Thomas beið frétta af dóttur sinni, Emily, í nokkra daga en segist hann hafa fundið fyrir létti þegar hann frétti að dóttir hans væri látin.

Emily hafði farið í heimsókn til vinkonu sinnar sem búsett var í bænum Beeri, nálægt landamærum Gaza, til þess að gista á föstudagskvöldið. Thomas sagði hana ekki gista oft en því miður hafi hún gert það þetta kvöld. Rúmlega hundrað óbreyttir borgarar voru myrtir í bænum og var Emily ein þeirra. Í viðtalinu brotnar Thomas saman og segist feginn að vita að hún hafi ekki þurft að þjást lengi í höndum Hamas. Þá hafa erlendir fjölmiðlar greint frá ódæðum Hamas síðustu daga sem gengu húsa á milli og myrtu saklausa borgara.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -