Fimmtudagur 22. september, 2022
9.1 C
Reykjavik

Freyja er látin: Sambýlismaður hennar handtekinn

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Danska lögreglan lýsti eftir Freyju Egilsdóttur Mogensen, 43 ára, í gær. Ekkert hafði þá spurst til hennar frá því á fimmtudagskvöld í síðustu viku. Þá hvarf hún eftir vinnu. Danska lögreglan sendi frá sér tilkynningu í morgun og þar kemur fram að lík Freyju sé fundið. DV greinir frá.

Freyja starfaði á dvalarheimili aldraðra í Odder, á austanverðu Jótlandi. Talið var að Freyja hefði mögulega farið með lest á föstudagsmorgninum. Vinnuveitenda hennar barst SMS-skeyti á laugardeginum úr síma Freyju þar sem hún boðaði veikindi frá vinnu.
Síðan heyrði enginn frá henni.

Sambýlismaður hennar, sem er 51 ár, hefur verið handtekinn og er grunaður um að hafa orðið Freyju að bana. Danska lögreglan hefur greint frá því að líkamsleifar, sem taldar eru af Freyju, hafa fundist bæði á heimilinu og fyrir utan það. Reynt hafði verið að fela líkamshlutana.

Fréttin verður uppfærð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -