Þriðjudagur 23. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Freyja fann þessi ógeðslegu skilaboð í síma dóttur sinnar: „Verum vakandi!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Freyja Mjöll hvetur foreldra til að fylgjast vel með símum barna sinna. Hún deilir á Facebook skilaboðum sem ung dóttir hennar hafði fengið á forritinu TikTok. Þar hafði notandi beðið hana um að taka sjálfa sig upp á mynband meðan hún „lætur rassinn hrisstast“ í nærfötum einum klæða. Óhætt er að segja að allar líkur séu á því að notandinn hafi ekki verið 10 ára líkt og hann hélt fram.

Knúz.is deilir færslunni og bætir við hana: „Verum vakandi!“ Freyja skrifar: „Kæru foreldrar! Langar að hvetja ykkur að fylgjast vel með börnunum ykkar á samfélagamiðlum. Ég er aðeins búin að vera að taka þetta í gegn hér á okkar heimili eftir mikinn slaka í Covid þar sem var skert íþrótta og skólahald hjá börnum og litið um að leika við vini stóran part af árinu,“ segir Freyja.

Hún segir að sem betur fer hafi dóttir hennar lokað á viðkomandi. „Ég fór yfir TikTok skilaboð barna minna og fann þessi ógeðslegu skilaboð. Dóttir mín brást sem betur fer rétt við og “lokaði” á einstaklinginn sem segist vera 10 ára en er pottþett eldri og sendi ekki það sem hann óskaði eftir. Ofar í skilaboðunum óskar hann eftir því að fá að “adda” henni á Snapchat eða Instagram til að fara í leikin „gerðu allt sem ég segi þér” hún sem betur fer hefur ekki aðgang af þeim forritum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -