Miðvikudagur 5. október, 2022
7.8 C
Reykjavik

Freyja fékk áfall í sundi: Starfsfólk vissi ekkert um lífsnauðsynlegt hjálpartæki

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Færsla Freyju nokkrar á Twitter hefur vakið gífurleg viðbrögð. Þar segir hún frá því þegar hún fór í sund og það kom á daginn að starfsmaður hafði enga þekkingu um öryggismál. Freyja segist sjálf vera vörður í annarri sundlaug og því þekkir hún aðstæður. Af lýsingu hennar að dæma var tímaspursmáll hvenær stórslys yrði í lauginni.

„Ég lenti í smá reality checki í sundi í gær þegar ég var að biðja um flogaarmband, þá vissi starfsmaðurinn ekki hvað ég væri að tala um. þegar ég fór uppúr spurði ég annan starfsmann hvort það væri eitthvað protocall þegar flogaveikur einstaklingur óskaði eftir armbandi vegna þess að þar sem ég er vörður þá hringir afgreiðslan alltaf á vakt þegar einhver fær armband, þá er vaktin meðvituð um að það er flogaveikur einstaklingur í lauginni (það er nánast ómögulegt að spotta armbandið í myndavélum),“ skrifar Freyja.

Seinni starfsmaðurinnn var ekki skárri að hennar sögn. „En hún sagði mér að það væri ekkert protocall vegna þess að þessi armbönd eru fyrst og fremst til þess að vita ástæðu fyrir drukknun eftirá, þá hugsa ég að sundlaugagestir séu mikilvægari en verðirnir í mínu tilfelli, fengi ég flog í sundi þar sem ég fer þangað nánast daglega,“ segir Freyja.

Að lokum minnir hún á mikilvægi þess að allir þekki þetta armband, sérstaklega ef sundlaugaverðir geta verið vanhæfir. „Ef þið sjáið einhvern í sundi með svona armband þá er hann/hún/hán flogaveikur!! flogaveikur einstaklingur er margfalt líklegri til að drukkna í sundi en aðrir. Það er mikilvægasta er að halda ró sinni og láta laugarvörð vita.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -