Föstudagur 29. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Freyja þriðja íslenska konan á einu ári sem er drepin af sambýlismanni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, bendir á það sorglegu staðreynd að Freyja Egilsdóttir Mogensen sé þriðja íslenska konan á innan við ári sem lætur lífið fyrir hendi karla sem þær búa með. Hann segir að morðin séu aðeins toppurinn á ísjakanum því á bakvið þau séu þúsundir kvenna bláar, marðar, brotnar, skornar og slegnar.

Freyja Egilsdóttir Mogensen var stúlka frá Selfossi sem elskaði flatkökur og íslenska náttúru. Síðustu vikur hennar hér á jörðu saknaði hún heimalandsins og mátti skynja að hana langaði heim. Fjölskylda Freyju er yfirbuguð af sorg af þeim fregnum að hún hafi verið myrt.

Sjá einnig: Sorgarsaga Freyju -„Erum í áfalli“-Stúlkan frá Selfossi elskaði flatkökur og íslenska náttúru

Ríflega fimmtugur sambýlismaður hennar, Flemming Mogensen, hefur játað fyrir dönskum dómstólum að hafa orðið Freyju að bana. Freyja var aðeins 43 ára að aldri er hún var myrt. Samkvæmt dönsku fjölmiðlum var hún kyrkt og lík hennar hlutað í sundur. Flemming hefur áður drepið sambýliskonu sína og svo virðist sem bæði Freyja og fjölskylda hennar hafi vitað um þá fortíð.

Gunnar Smári fjallar um morðð á Freyju og ofbeldi karla gegn konum í nýskrifuðum pistli sínum. Um pistilinn segir hann:

„Hvers vegna eigum við svo auðvelt með að segja skotin á bílhurð Dags vera afleiðingu samfélagsástands, en erfitt með að gera það í tilfelli Freyju? Er það vegna þess að árásin á Freyju er einstök, einsdæmi, en skotin á bílhurð Dags hluti af bylgju slíkra verka? Það getur ekki verið, því reyndin er þveröfug. Skotin á bílhurð Dags er einsdæmi en morðið á Freyju eitt af fjölmörgum þar sem sambýlismenn drepa konur. Freyja er til dæmis þriðja íslenska konan á innan við tólf mánuðum sem lætur lífið fyrir hendi karla sem þær búa með. Og við vitum að þessi morð eru aðeins toppurinn á ísjakanum. Á bak við þau eru hundruð, þúsundir kvenna sem eru bláar, marðar, brotnar, skornar, slegnar,“ segir Gunnar Smári.

Hér getur þú lesið pistilinn allan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -