- Auglýsing -
Friðarsúlan í Viðey verður tendruð klukkan 20:00 í kvöld og mun ljósið loga til 26. mars.
Kveikt verður á friðarsúlunni í kvöld í tilefni þess að á þessum degi árið 1969 gengu Yoko Ono og John Lennon í hjónaband. Friðarsúlan er tákn fyrir baráttu Ono og Lennons fyrir heimsfrið.
„Eins og frægt er eyddu þau hveitibrauðsdögunum í að mótmæla stríðinu í Víetnam, nakin í hjónasænginni. Það er því vel við hæfi að tendra Friðarsúluna og hugsa sér frið á þessum tímamótum,“ segir á vef Reykjavíkurborgar.