Þriðjudagur 16. apríl, 2024
-1.9 C
Reykjavik

Frosti Logason kominn á sjóinn og er eldhress: „Ég var alveg blautur á bak við eyrun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta er rosalegt ævintýri. Mig hefur alltaf dreymt um að prófa þetta en aldrei tími til fyrr en núna,“ segir Frosti Logason fjölmiðlamaður sem stundar sjómennsku á línubátnum Vésteini GK fyrir austan land.

Frosti er þekktur sem fjölmiðlamaður og gjarnan kenndur við þáttinn Harmageddon sem hann stjórnaði um langt árabil. Hann er nú hættur hjá fjölmiðlarisanum Sýn og rær á önnur mið, í orðsins fyllstu merkingu.

Frosti með vænan þorsk.

Frosti er búinn að fara tvo túra og áhöfnin hefur mokveitt út af Austfjörðum, í Litladýpi eða Utanfótar, eins og það kallast. Margir sem eru í sporum Frosta glíma við sjóveiki og eru sumir nánast óvinnufærir vegna þeirrar dularfullu veiki.

„Við veiddum tvo risahákarla“

„Ég slapp alveg við sjóveikina, er einn af þessum heppnu. Hef samt aldrei siglt með öðrum skipum en Herjólfi og einhverjum smáferjum. Ég heyri að menn geti orðið alveg óvígir í koju. Mér gengur sem betur fer vel að stíga ölduna, alheilbrigður“.

Vésteinn GK er línubátur. 30 rúmlesta plastbátur með beitningavél. Það eru fjórir um borð. Frosti er er eini hásetinn. Hann er hæstánægður með félaga sína sem eru duglegir að segja honum til.

„Þvílíkir jaxlar sem stunda þetta. Þeir hafa verið duglegir að leiðbeina viðvaningnum. Ég var alveg blautur á bak við eyrun en þetta er allt að lærast,“ segir Frosti.

- Auglýsing -

Hann ítrekar hve heppinn hann sé að fá eldskírn hjá annari eins áhöfn. Og það er mikið um að vera. 80 þúsund krókar hafa verið beittir síðan á sunnudag. Línan er hvorki meira né minna en 25 kílómetrar á lengd. Áhöfnin stendur i allt að 20 tíma við veiðarnar. Stundum veiðist annað en þorskur og grálúða.

Frosti á goggnum.

„Við veiddum tvo risahákarla á línuna. Við slepptum þeim og vonum að þeir hafi lifað af. Það er vonlaust að ná þessum skepnum um borð. Ég er að upplifa mikið ævintýri. Þetta starf á mjög vel við mig,“ segir Frosti.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -