• Orðrómur

Fullyrða að Svandís hafi ekki kannað lögmæti skylduvistunar í sóttkvíarhúsi

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Efasemdir eru uppi um að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi kannað lagastoð reglugerðar um skylduvistun á sóttkvíarhóteli sem síðar var dæmd ólögmæt fyrir dómstólum. Þetta er fullyrt í Morgunblaðinu í dag.

Það var loks í gær sér Svandís lét undan þrýstingi og afhendi loks þau gögn sem lágu til grundvallar reglugerðinni um skylduvistunina. Afhendi hún gögnin til velferðarnefndar Alþingis en fór jafnramt fram á það að gögnin færu ekki úr nefndinni því þar væru að finna trúnaðarsamskipti milli embættismanna sem ættu ekki erindi til almennings.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er útlit fyrir að Svandís og hennar fólk hafi ekki leitt hugann að fullnægjandi lagastoð reglurgerðarinnar fyrr en rétt undir það síðsta þegar reglugerðin tók gildi. Þannig virðist engin lögfræðileg greining á vegum heilbrigðisráðuneytisins hafa átt sér stað á meðan reglugerðin var í vinnslu. Engu að síður tók reglugerðin gildi og stjórnvöld framfylgdu henni.

- Auglýsing -

Eins og frægt er orðið var reglugerðin svo dæmd ólögmæt á páskadag og dómurinn síðan staðfestur í Landsrétti. Ekki aðeins þótti reglugerðin án lagastoðar í sóttvarnarlögum heldur þótti hún líka bjórta gegn stjórnarskránni vegna frelsisskerðingar fólks.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -