Miðvikudagur 27. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Fylgjast með landamærum: „Ekki ósenni­legt að það komi beiðnir um að taka við flótta­fólki hingað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikill fjöldi Úkraínumanna flýja nú land sitt vegna innrásar Rússa. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra fundaði með flóttamannanefnd síðasta föstudag vegna stöðunnar en fólk hefur neyðst til þess að flýja heimili sín í Úkraínu. Þá hefur nefndin það hlutverk að fylgjast vel með framvindu mála í samráði við önnur Evrópuríki, hin norrænu ríkin og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Sérstakt eftirlit skal haft með aðstæðum á landamærum nágrannaríkja Úkraínu.

„Ef þró­un­in held­ur áfram með þess­um hætti finnst mér ekki ósenni­legt að það komi beiðnir um að taka við flótta­fólki hingað eða að stjórn­völd hér ákveði það,“ sag­ði Stefán Vagn Stef­áns­son, alþing­ismaður Fram­sókn­ar­flokks­ins í viðtali við Morgunblaðið í dag en Stefán er einnig formaður flótta­manna­nefnd­ar.
Stefán sagði að engar ákvarðanir hafi verið teknar um móttöku flóttamanna en hlut­verk flótta­manna­nefnd­ar er að ann­ast mót­töku kvóta­flótta­manna en er það fólk sem stjórnvöld bjóða til landsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -