• Orðrómur

Fyllerí í boði borgarbúa á fimmtudegi – Vinnudagur yfirstjórnar Reykjavíkur varð að svalli

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Það kennir ýmissa að grasa  í sundurliðuðum reikningum yfir viðskipti yfirstjórnar og starfsmanna Reykjavíkurborgar við Vinnustofu Kjarvals við Austurvöll. Svo sem kostnaður vegna „vinnudags“ yfirstjórnar Reykjavíkur sem virðist hafa endað með því að 15 manna hópur drakk í það minnsta flösku af víni hver. Vinnudagurinn var á fimmtudegi svo líklega hefur hópurinn mætt þunnur daginn eftir, ef marka má það magn sem hópurinn drakk.

Fréttablaðið greindi fyrst frá því að starfsmenn Reykjavíkurborgar hefðu drukkið áfengi fyrir meira en hálfa milljón króna á Vinnustofu Kjarvals við Austurvöll. Þar virðist þó einn dagur vega einna þyngst, fimmtudaginn 12. september í fyrra.  Þá fór fram svokallaður vinnudagur yfirstjórnar Reykjavíkurborgar.

Af reikningum að dæma voru 15 manns sem sem settust niður á Vinnustofunni þann dag en samkvæmt upplýsingu á heimasíðu Reykjavíkurborgar þá eru 11 manns í yfirstjórn nú. Í yfirstjórn eru sviðstjórar og skrifstofustjórar borgarinnar.

Vinnustofa Kjarvals rukkaði borgina 233 þúsund krónur fyrir þennan vinnudag yfirstjórnar. Áfengi var um helmingur þess reiknings en yfirstjórnin fékk sér bakkelsi fyrir 20 þúsund krónur og svo indverskan mat frá Hraðlestinni sem kostaði 100 þúsund fyrir 15 manns.

Hópurinn fékk sér svo talsvert af víni. Sundurliðunina má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Allar líkur eru á því að reikningurinn sé í tímaröð, líkt og tíðkast hjá flestum veitingastöðum.

Þá fékk hópurinn sér vínglös og bjór á milli bakkelsisins og indverska matarins. Því næst fór hópurinn beint í flöskurnar: Sex flöskur af Bottega Rose Gold, þrjár flöskur af Penfold Koonang Chardonnay og fjórar Vidal Fleury CotesduRhone. Líklega að fagna vel heppnuðum vinnudegi.

- Auglýsing -

 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -