Föstudagur 13. september, 2024
2.8 C
Reykjavik

Fyrrum ritstjóri Fréttablaðsins sýknaður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kári Jónasson – sem starfaði lengi sem fréttastjóri á fréttastofu útvarps og var um tíma ritstjóri Fréttablaðsins – var sýknaður vegna ummæla um Ferðamálaskóla Íslands, eins og fram kemur á RÚV.

Kemur fram að Kára var stefnt vegna ummæla sem hann viðhafði í sjónvarpsþætti um Ferðamálaskóla Íslands; þá var hann meðstjórnandi í Félagi leiðsögumanna.

Landsréttur staðfesti sýknudóminn yfir Kára, sem var kærður fyrir meiðyrði gegn Menntamiðstöðinni, sem krafðist þess að ummæli sem Kári lét falla í þættinum „Ferðalagið“ á sjónvarpsstöðinni Hringbraut, sem var á dagskrá 4. nóvember árið 2016, væru dæmd dauð og ómerk; auk þess var farið fram á skaðabætur.

Áðurnefnd Ummæli Kára sneru að Ferðamálaskóla Íslands – sem Menntamiðstöðin rekur; sótti miðstöðin málið á þeim grundvelli að ummælin hafi mátt skilja og túlka sem að leiðsögumannanám á vegum skólans væri ekki kennt samkvæmt námskrá menntamálaráðuneytisins:

„Okkur finnst dálítið skrýtið af hverju þessi skóli getur ekki kennt samkvæmt námskrá menntamálaráðuneytisins,“ sagði Kári í þættinum áðurnefnda.

Á þeim tíma var Kári meðstjórnandi í Félagi leiðsögumanna og Menntamiðstöðin krafðist þess að hann greiddi skaðabætur upp á tvær og hálfa milljón króna vegna ummælanna.

- Auglýsing -

Einnig var þess krafist að Kári greiddi málskostnað í héraði sem og Landsrétti.

Auk sýknudóms krafðist Kári að Menntamiðstöðin greiddi málskostnað hans á báðum dómstigum.

Kemur einnig fram að þátturinn hafi verið kynntur með þeim hætti að þar yrði rætt um leiðsögumenn; sér í lagi þá sem hefðu enga menntun til að gegna leiðsögumennsku.

- Auglýsing -

Viðmælendurnir í þættinum voru tveir. Kári og starfandi formaður Félags leiðsögumanna.

Í kynningu þáttarins kom fram að viðmælendurnir tveir gagnrýndu það að ekki væri búið að löggilda starfsheiti leiðsögumanna.

Ummæli Kára voru svar við spurningu stjórnandans um það hvort Ferðamálaskóli Íslands hafi hlotið viðurkenningu menntamálaráðuneytisins.

Svar Kára í heild sinni var:

„Nei, já, okkur hefur gengið illa að ná sambandi við forystumenn þess skóla en það getur verið að það séu margir hæfir og góðir menn sem að kenna þar og allt það, en okkur sárnar það og okkur finnst dálítið skrýtið af hverju getur þessi skóli ekki kennt samkvæmt námskrá menntamálaráðuneytisins.“

Úrskurður Landsréttar var sá að staðfesta sýknu héraðsdóms á grundvelli tjáningarfrelsis; mat dómurinn það að ummælin hefðu verið hluti af opinberri umræðu um menntamál leiðsögumanna á árinu 2016. Vegna þess yrði Kára játað nokkuð vítt svigrúm til tjáningar, þar sem orð hans beindust að atvinnufyrirtæki en ekki einstaklingi, yrði það að þola meiri gagnrýni.

Einnig að þá væri það yfir vafa hafið að fullyrðing Kára um að skólinn kenndi ekki samkvæmt námsskrá menntamálaráðuneytisins væri sönn.

Engin námskrá var þó í gildi fyrir leiðsögunám á þessum tíma; auk þess er Ferðamálaskóla Íslands í sjálfvald sett hvort skólinn leitar opinberrar staðfestingar á námi sínu, enda sé hann einkaskóli.

Á þaðmá þó benda að svo segir í dómnum að ekki verði annað ráðið af gögnum málsins en að aðrir skólar sem menntuðu leiðsögumenn sína á þessum tíma hafi gert ríkari menntunarkröfur við inntöku í námið.

Varð niðurstaðan sú að staðfesta sýknudóminn úr héraði; Landsréttur dæmdi Menntamiðstöðina til að greiða tvær milljónir króna í málskostnað Kára á báðum dómsstigum málsins.

Eins og áður sagði starfaði Kári lengi við fjölmiðla. Hann var árið 1973 ráðinn á Fréttastofu Útvarps; varð varafréttastjóri sjö árum síðar og fréttastjóri Útvarps á árunum 1987 til 2004, en þá gerðist hann ritstjóri Fréttablaðsins; gegndi því starfi fram á árið 2007 er hann lét af störfum sem blaða- og fréttamaður.

Síðustu ár hefur Kári einbeitt sér að starfi sem leiðsögumaður fyrir erlenda ferðamenn hér á landi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -