Fimmtudagur 28. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Fyrrum sjávarútvegsráðherra Angóla handtekinn vegna Samherjamálsins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gefin hefur verið út handtökuskipun á hendur Victóriu de Barros Neto, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Angóla, vegna tengsla hennar við Samherjamálið svokallaða. Þetta kemur fram á vef angólska ríkisútvarpsins, en Fréttablaðið greinir frá.

Þar kemur fram að bankareikningar de Barros Neto, bankareikningar eiginmanns hennar og sömuleiðis barna hafi verið frystir vegna Samherjaskjalanna svokölluðu eftir að dómsmálaráðherra Angóla gaf út tilskipun þess efnis. Bæði angólskir og namibískir ráðamenn eru grunaðir um að hafa þegið mútur og tekið þátt í peningaþvætti og skattaundanskotum í umræddu máli, sem löndin tvö, Namibía og Angóla, vinna nú að því að upplýsa. Þeirra á meðal er áðurnefnd fyrrverandi sjávarútvegsráðherrra Angóla.

Kjarninn greinir frá því að á meðal þeirra sem eiga að hafa notið góðs af greiðslum til fyrrum sjáv­ar­út­vegs­ráð­herr­ans fyrr­ver­andi sé eitt barna hennar, João de Bar­ros. Sá hefur meðal ann­ars heim­sótt Sam­herja til Íslands, eins og kemur fram á vef Kjarnans.

Eins og kunnugt er greindu Stundin og fréttaskýringaþátturinn Kveikur frá þvi í síðasta mánuði að Samherji hafi stundað stórfelldar mútugreiðslur til stjórnmála- og embættismanna í Namibíu til þess að ná undir sig fiskveiðikvóta. Í umfjöllun miðlanna kom fram ađ Samherji, sem er umsvifamesta útgerðarfélag Íslands með um 111 milljarða króna eigið fé, hafi á síðustu árum greitt á annan milljarð króna í mútur. Í kjölfar umfjöllunarinnar hafa sex Namib­íu­manna, þar á meðal tveir fyrr­ver­andi ráð­herrar, verið ákærðir vegna máls­ins.

Er málið, sem hefur vakið upp mikla reiði í Namibíu, nú til rannsóknar þar í landi, á Íslandi og í Noregi. Grunur er um að auk mútugreiðslna hafi Samherji stundað umfangs­mikla skattasniðgöngu og peningaþvætti. Talsmenn Samherja hafa vísað þessum fullyrðingum á bug.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -