Laugardagur 14. september, 2024
4.3 C
Reykjavik

Fyrrverandi rugby-leikmaður talinn hafa myrt fjölskyldu sína – „Hann hellti bensíni yfir mig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrrverandi rugby-leikmaðurinn Rowan Baxter, eiginkona hans, Hannah Baxter, og þrjú börn þeirra  létust í gær þegar eldur kom upp í bíl þeirra í áströlsku borginni Brisbane. Vísbendingar virðast benda til þess að Baxter hafi kveikt í bílnum.

Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang voru Rowan og börnin þrjú, öll undir tíu ára, látin. Hanna, sem var 31 árs, lést á spítala af völdum brunasára er fram kemur í frétt BBC. Þar segir að vitni hafi greint frá því að Hanna hafi náð að stökkva úr logandi bílnum og hrópað: „hann hellti bensíni yfir mig.“

Lögregla rannsakar nú upptök eldsins. Rannsóknarlögreglumaðurinn Mark Thompson sagði í yfirlýsingu að ekki væri ljóst hver nákvæm orsök eldsins voru. Thompson sagði lögreglu nú vinna að því að finna út hvort ætti að tala um slysið sem morð og sjálfsvíg eða hræðilegt slys.

Hann bætti við að þetta væri einn hræðilegast vettvangur sem hann hefur rannsakað.

Ástralskir miðlar hafa þá greint frá því að börnin hafi fundist látin í bílnum en að Rowan sjálfur hafi fundist skammt frá bifreiðinni með stungusár. Talað er um að hann hafi veitt sér stungusárin sjálfur.

Hannah og Rowan giftu sig árið 2012 en voru í miðjum skilnaði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -