Þriðjudagur 23. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Fyrsti bíllinn til Íslands: „Mega Árnesingar og vátriggingarfélögin fara að vara sig.“ 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það var sumarið 1904 sem fyrsti bíllinn kom til Íslands. Var bifreiðin kölluð Thomsenbíllinn en hann var í eigu kaupmannsins Ditlevs Thomsen. Hafði kaupmaðurinn fengið styrk frá Alþingi svo hann gæti keypt bílinn í Kaupmannahöfn.

Bíllinn, sem var af Cudell-gerð var notaður, fjögurra sæta blæjubíll og óttalegt skran. Hann var hvoert tveggja kraftlaus og duglítill í íslenskri veðráttu.

Þorkell Clementz var ráðinn af Thomsen til að keyra bílinn fyrir hann en hann þurfti að sækja námskeið í Danmörku. Ári seinna var notkun bílsins hætt. Var honum svo skilað aftur til Danmerkur árið 1908.

Í Ísafold var sagt frá því 25. júní 1904 að bifreið Thomsen væri komin til landsins.

„Motorvagn kom konsúll D. Thomsen með um daginn á Tryggva kongi, samkvæmt 2000 kr. fjárveitingu í síðustu fjárlögum, til að reyna hann á akvegunum hér.“

Næstu orð blaðsins eru vitnisburður um að vel hafi verið fylgst með þessum kaupum enda Alþingi búið að veita fé til þeirra.

- Auglýsing -

„Lítið eitt er farið að reyna hann þessa dagana en ekki til neinnar hlítar, og verður því ekki um hann dæmt að svo stöddu.“

Í blaðinu Ingólfur, árið 1904, var komu Thomsenbílsins lýst á nokkuð skemmtilegan hátt.

„Mikil níung þótt það á þriðjudag var þegar Thomsen kaupmaður tók að aka um götur bæarins á bifreið sinni. Þirptist að múgur og margmenni til þess að sjá þetta furðurverk og þreittu götusveinar kappskeið við reiðina. Fór hún með braki og brestum og þótt mörgum sem Ásaþór mundi þar fara í kerru sinni og ætla í austurveg að berja tröll. En varla mundi jötnum hafa mikil ógn staðið af þessari kerru, því að henni gekk allskrikkjótt og varð seinast ekki sjálfbjarga, svo draga varð hana heim með handafli. Síðan hefir gert við vél kerrunnar, svo að nú gengur allt greiðara og mega Árnesingar og vátriggingarfélögin fara að vara sig.“

- Auglýsing -

Lán Alþingis til kaupanna á bílnum þótti sumum skrítið á sínum tíma. Í Þórólfi var eftirfarandi texti skrifaður um gjörninginn:

„Eins og kunnugt er, veitti Alþingi D. Thomsen 2. þús. króna fjárstyrk í þessu skyni, og þótti kynleg fjárveiting, í stað þess að landið keypti vagninn sjálft, og notaði hann t.d. til flutninga við vegagjörðir.“

Líkt og áður kom fram var bílnum skilað aftur til Danmerkur árið 1908 en öld síðar, 2008, endurgerði Sverrir Andrésson Thomsenbílinn á Selfossi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -