Fimmtudagur 30. júní, 2022
9.8 C
Reykjavik

Fyrstu hrossin mættu á gosstöðvarnar – Puntudúkkur á lakkskóm að njóta sjónarspils

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Frekar fámennt var við gosstöðvarnar í Geldingadölum framan af degi. Þau tíðindi urðu þau að komið var með tvo hross, annað sveipað íslenska fánanum, upp frá Nátthaga og að nýja gígnum. Óljóst var hver tilgangurinn var. Björgunarsveitarmenn á vettvangi töldu að eigendur þeirra hefðu viljað slá met með því að koma með fyrstu hrossin á vettvang. Fyrir utan hrossin voru puntudúkkur, sem komu með þyrlum áberandi. Fólk á lakkskóm að stikla um á fjallinu. Lúxusinn var að það slapp við að ganga þá 8 til 10 kílómetra leið sem þarf að fara til að komast í dýrðina og eldglæringarnar. Hinir sem létu sig hafa það að ganga spöruðu um 50 þúsund krónur.

Gígurinn sem opnaðist í morgun sýndi sínar mögnuðustu hliðar.
Mynd: Reynir Traustason

Elsti gígurinn hefur tiltölulega rótt um sig en þess meira sjónarspil eru í þeim sem opnðast í dag. Hann gladdi augu þeirra sem komu á gosstöðvarnar með miklu sjónarspili þar sem hann spýtti úr sér eldi og eimyrju með tilþrifum. Þá vekur athygli að Páskagígur, þessi sem braust fram á annan í páskum, er orðinn stærstur í gígaröðinni þar sem hann trónir sperrtur yfir Merardölum og dælir hrauni í dalina. Gígaröðin er tekin að minna talsvert á Eldvörpin við Grindavík. Það væri því ekki úr vegi að nefna allt fyrirbærið Geldvörpin.

Hraunelfurinn rennur niður í Merardali. Merardalshnæukur blasir við en yfir öxl hans gægist Keilir, svona til að fylgjast með.
Mynd: Reynir Traustason.

Þegar leið á daginn fjölgaði þeim sem stefna gangandi að gosstöðvunum. Sumir leggja upp frá Borgarfjalli en aðrir fara um Nátthaga. Fólk getur þá valið um leið A eða leið B. Kjörið er að sniðganga Bröttubrekku sem reynst hefur mörgum skeinuhætt þrátt fyrir smitkaðalinn sem þar er til halds. Reiknað er með fjölmenni á gosstöðvarnar í veðurblíðunni í kvöld.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -