Föstudagur 20. maí, 2022
10.8 C
Reykjavik

Gabríel er farinn í fangelsi – „Ég ætlaði bara að hitta strákana og svo fara aftur inn.“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Þetta var bara „win win“ því ég vissi að ég myndi ekki fá dóm fyrir þetta,“ sagði Gabríel Douane Boama, sem strauk úr Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl. Gabríel ræddi við Gústa B í þættinum Veislunni á fm957 en saði hann löggurnar ekki hafa veitt honum næga athygli.
„Ég sá að löggurnar sem voru í dómnum voru bara sofandi (á verðinum) þannig að ég tók bara sénsinn og ég vissi að ég myndi ná að flýja,“ segir hann og bætir við að hann hafi vitað að hann myndi aðeins vera frjáls í nokkra daga. „Ég ætlaði bara að hitta strákana og svo fara aftur inn.“

Segist hann hafa falið sig í skotti á bifreiðum og farið upp í sumarbústað með vinum sínum. Lögregla handtók Gabríel í bústaðnum, en þá hafði hann verið á flótta í þrjá daga. Gabríel tekur fyrir það að hann sé stórhættulegur glæpamaður. „Nei, alls ekki. Ég er bara slakur gæi. Ég er almennilegur við alla sem eru almennilegir við mig.“ Afplánar hann nú dóminn í fangelsinu á Hólmsheiði en var hann fyrr á árinu dæmdur í átján mánaða fangelsi. Dómurinn var vegna endurtekna líkamsárása, þjófnaðar, fíkniefnalagabrots og brot gegn valdstjórninni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -