Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Gæsluþyrla bjargaði erlendri konu við gosstöðvarnar – Jarðskjálftahrina í nótt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Upp úr hálf eitt í nótt var þyrla Landhelgisgæslunnar send eftir erlendri konu sem villtist á gosstöðvunum í nótt. Konan varð viðskila nokkru fyrr við hópinn sem hún ferðaðist með og átti erfitt með að átta sig á því hvar hún væri.
Fyrst hófu björgunarsveitir leit að konunni. Reynt var að staðsetja síma hennar og veifaði hún vasaljósinu á síma sínum til að vekja á sér athygli. Loks fannst konan uppi í hlíð og kom þá í ljós að hún var slösuð á fæti .
Það var mat lögreglunnar á Suðurnesjum að vonlaust væri að flytja hana niður hlíðina. Því var þyrla Landshelgisgæslunnar kölluð til og konan flutt á sjúkrahús til aðhlynningar.

Á tólfta tímanum í gær varð jarðskjálfti á Reykjanesskaganum sem mældist 4,1 að stærð. Sá fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og var sá stærsti sem mælist frá 15. mars, skömmu áður en eldgos í Fagradalsfjalli hófst. Í nótt voru síðan fleiri skjálftar sem mældust, sá stærsti þeirra 3.2 að stærð.

Nú í morgunsárið er suðvestlæg átt ríkjandi og berst því gasmengun yfir höfuðborgarsvæðið frá eldstöðvunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -